Miðasala á tónleika franska popparans Sebastian Tellier í ágúst er hafin. Tellier er íslendingur að góðu kunnur eftir þáttöku sína í Eurovision í maí. Þar átti hann að margra mati eina lagið sem átti einhvern möguleika á vinsældum tónleikahallarinnar í Serbíu.
„Ég elska þetta lag, og ég elska þetta video," sagði Páll Óskar um lagið í Eurovisionþætti sínum. Þjóðin var honum greinilega sammála. Framlag Frakka fékk átta stig frá Íslendingum og sá Óli Palli á Rás 2 í kjölfarið ástæðu til að þakka þjóðinni sérstaklega fyrir góðan tónlistasmekk. Dr Gunni var staddur í Serbíu til að fjalla um keppnina, og sagði að íslendingar hefðu með stigagjöfinni sannað að þeir væru „ekki algjörir fávitar".
Sebastien Tellier er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en árið 2001 gaf hann út sína fyrstu breiðskífu, L'incroyable Vérité (Hinn ótrúlegi sannleikur). Í kjölfarið hitaði hann upp fyrir Air á miklu tónleikaferðalagi um heiminn. Sofia Coppola valdi eitt lag af þessari breiðskífu í mynd sína Lost in Translation. Guillaume Emmanuel Paul de Homem-Christo, annar helmingur Daft Punk, pródúserar nýjustu afurð drengsins sem ber heitið Sexuality. Tellier lýsir þeirri plötu sem "ellefu laga hugleiðslu um ástaratlot", enda drýpur kynþokkinn úr hverju lagi.
Tónleikar Telliers verða á Rúbín í Öskjuhlíð þann 28. ágúst. Miðar verða seldir á mida.is, í Skífunni og í BT verslunum úti á landi.
Sebastian Tellier á leið til landsins

Mest lesið




Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni




Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun

„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf