Ótrúlegur sigur West Ham á Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2008 21:32 Harry Kewell og Lee Bowyer eigast við í leik Liverpool og West Ham í kvöld en þeir voru eitt sinn samherjar hjá Leeds. Nordic Photos / Getty Images Liverpool þarf að bíða eitthvað enn eftir fyrsta sigri sínum í deildinni á nýju ári en liðið tapaði fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Allt útlit var fyrir markalaust jafntefli hjá liðunum en Jamie Carragher gerði sig sekan um afar slæm mistök er hann braut á Fredrik Ljungberg á lokasekúndum leiksins í eigin vítateig. Mark Noble skoraði sigurmark West Ham úr vítaspyrnunni og leikurinn var svo flautaður af. Þrír leikir hófust klukkan 19.45 í kvöld en auk fyrrgreinds leiks gerðu Derby og Manchester City 1-1 jafntefli og Chelsea vann 1-0 sigur á Reading. Úrslitin þýða að Liverpool er nú sautján stigum á eftir toppliði Arsenal en Chelsea heldur enn í við bæði Arsenal og Manchester United. Þessi þrjú lið eru langt komin með að stinga af á toppi deildarinnar. Derby er sem fyrr langneðst í deildinni en stigið er engu að síður afar jákvætt fyrir liðið sem ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.West Ham - Liverpool 1-01-0 Mark Noble, víti (94.).Dean Ashton hefur jafnað sig á bakmeiðslum sínum en byrjaði leikinn á varamannabekknum þar sem Luis Boa Morte og Carlton Cole voru í framlínunni. Yossi Benayoun var í byrjunarliði Liverpool en hann er fyrrum leikmaður West Ham. Xabi Alonso byrjaði einnig inn á í fjarveru Javier Mascherano sem tók út leikbann í kvöld. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu hjá Liverpool. En það var Benayoun sem fékk fyrsta færi leiksins er skot hans fer naumlega yfir mark West Ham. Boa Morte fékk einnig mjög gott færi bæði í upphafi fyrri og síðari hálfleiks. Í bæði skiptin hitti hann ekki markið af fremur stuttu færi. Bæði lið fengu reyndar fullt af fínum færum en svo virtist sem að hvorugt ætlaði að færa eitthvert þeirra sér í nyt. Það var ekki fyrr en að uppbótartíminn var að renna sitt skeið að Jamie Carragher braut skyndilega á Fredrik Ljungberg. Það voru aðeins nokkrar sekúndur eftir af leiknum og náði Mark Noble að standast pressuna og skora sigurmark West Ham í leiknum. Þetta reyndist síðasta spyrna leiksins.Michael Ballack fagnar marki sínu í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesChelsea - Reading 1-01-0 Michael Ballack (32.).Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading í kvöld vegna meiðsla en Ívar Ingimarsson var á sínum stað í vörn liðsins. Paulo Ferreira lék í stöðu hægri bakvarðar hjá Chelsea á kostnað Juliano Belletti og Michael Ballack var komið í byrjunarlið Chelsea á ný eftir að hafa jafnað sig á smávægilegum meiðslum. Hann tók stöðu Steve Sidwell sem mátti dúsa á bekknum gegn sínu gamla félagi. Þær ákvarðanir áttu hins vegar eftir að reynast skynsamlegar þar sem Ballack kom Chelsea yfir með skallamarki eftir fyrirgjöf Ferreira í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Nicolas Anelka gott færi til að tvöfalda forystuna en hann fékk upplagt skallafæri en skallaði beint á Marcus Hahnemann, markvörð Reading.Það kom þó ekki að sök þar sem að Reading tókst ekki að jafna metin áður en leiktíminn rann út.Leikmenn Derby fögnuðu dýrmætu og langþráðu marki í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesDerby - Manchester City 1-11-0 Sun Jihai, sjálfsmark (46.) 1-1 Daniel Sturridge (63.)Paul Jewell hélt áfram að hringla í liði Derby enda lítið gengið og síðast tapaði liðið 4-1 fyrir Preston í bikarnum. Rob Earnshaw, Dean Leacock, Craig Fagan og Darren Moore fengu tækifærið nú. Daniel Sturridge var í byrjunarliði Manchester City í fyrsta sinn en hann skoraði gott mark fyrir félagið í 2-1 tapleik liðsins fyrir Sheffield United í bikarnum um helgina. Kelvin Etuhu, Sun Jihai og Stephen Ireland voru einnig í byrjunarliði City. Gestirnir fengu fyrsta færið í leiknum strax á upphafsmínútunum er Darius Vassell á skot úr góðri stöðu rétt framhjá markinu eftir góðan undirbúning Claude Davis. Vassell fékk svo 3-4 færi til viðbótar til að skora í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Derby náði svo að færa sér það í nyt er Kenny Miller átti skot að marki sem hafði viðkomu í Sun Jihai og hafnaði svo í markinu. Það skráðist sem sjálfsmark á þann síðarnefnda. En unglingurin Daniel Sturridge bjargaði málunum fyrir sína menn með sínu öðru marki í jafn mörgum leikjum. Markið kom eftir fyrirgjöf Martin Petrov og var City-mönnum létt.Þar við sat og urðu liðin að sætta sig við skiptan hlut í kvöld. Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Liverpool þarf að bíða eitthvað enn eftir fyrsta sigri sínum í deildinni á nýju ári en liðið tapaði fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Allt útlit var fyrir markalaust jafntefli hjá liðunum en Jamie Carragher gerði sig sekan um afar slæm mistök er hann braut á Fredrik Ljungberg á lokasekúndum leiksins í eigin vítateig. Mark Noble skoraði sigurmark West Ham úr vítaspyrnunni og leikurinn var svo flautaður af. Þrír leikir hófust klukkan 19.45 í kvöld en auk fyrrgreinds leiks gerðu Derby og Manchester City 1-1 jafntefli og Chelsea vann 1-0 sigur á Reading. Úrslitin þýða að Liverpool er nú sautján stigum á eftir toppliði Arsenal en Chelsea heldur enn í við bæði Arsenal og Manchester United. Þessi þrjú lið eru langt komin með að stinga af á toppi deildarinnar. Derby er sem fyrr langneðst í deildinni en stigið er engu að síður afar jákvætt fyrir liðið sem ætlar sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.West Ham - Liverpool 1-01-0 Mark Noble, víti (94.).Dean Ashton hefur jafnað sig á bakmeiðslum sínum en byrjaði leikinn á varamannabekknum þar sem Luis Boa Morte og Carlton Cole voru í framlínunni. Yossi Benayoun var í byrjunarliði Liverpool en hann er fyrrum leikmaður West Ham. Xabi Alonso byrjaði einnig inn á í fjarveru Javier Mascherano sem tók út leikbann í kvöld. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu hjá Liverpool. En það var Benayoun sem fékk fyrsta færi leiksins er skot hans fer naumlega yfir mark West Ham. Boa Morte fékk einnig mjög gott færi bæði í upphafi fyrri og síðari hálfleiks. Í bæði skiptin hitti hann ekki markið af fremur stuttu færi. Bæði lið fengu reyndar fullt af fínum færum en svo virtist sem að hvorugt ætlaði að færa eitthvert þeirra sér í nyt. Það var ekki fyrr en að uppbótartíminn var að renna sitt skeið að Jamie Carragher braut skyndilega á Fredrik Ljungberg. Það voru aðeins nokkrar sekúndur eftir af leiknum og náði Mark Noble að standast pressuna og skora sigurmark West Ham í leiknum. Þetta reyndist síðasta spyrna leiksins.Michael Ballack fagnar marki sínu í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesChelsea - Reading 1-01-0 Michael Ballack (32.).Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading í kvöld vegna meiðsla en Ívar Ingimarsson var á sínum stað í vörn liðsins. Paulo Ferreira lék í stöðu hægri bakvarðar hjá Chelsea á kostnað Juliano Belletti og Michael Ballack var komið í byrjunarlið Chelsea á ný eftir að hafa jafnað sig á smávægilegum meiðslum. Hann tók stöðu Steve Sidwell sem mátti dúsa á bekknum gegn sínu gamla félagi. Þær ákvarðanir áttu hins vegar eftir að reynast skynsamlegar þar sem Ballack kom Chelsea yfir með skallamarki eftir fyrirgjöf Ferreira í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Nicolas Anelka gott færi til að tvöfalda forystuna en hann fékk upplagt skallafæri en skallaði beint á Marcus Hahnemann, markvörð Reading.Það kom þó ekki að sök þar sem að Reading tókst ekki að jafna metin áður en leiktíminn rann út.Leikmenn Derby fögnuðu dýrmætu og langþráðu marki í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesDerby - Manchester City 1-11-0 Sun Jihai, sjálfsmark (46.) 1-1 Daniel Sturridge (63.)Paul Jewell hélt áfram að hringla í liði Derby enda lítið gengið og síðast tapaði liðið 4-1 fyrir Preston í bikarnum. Rob Earnshaw, Dean Leacock, Craig Fagan og Darren Moore fengu tækifærið nú. Daniel Sturridge var í byrjunarliði Manchester City í fyrsta sinn en hann skoraði gott mark fyrir félagið í 2-1 tapleik liðsins fyrir Sheffield United í bikarnum um helgina. Kelvin Etuhu, Sun Jihai og Stephen Ireland voru einnig í byrjunarliði City. Gestirnir fengu fyrsta færið í leiknum strax á upphafsmínútunum er Darius Vassell á skot úr góðri stöðu rétt framhjá markinu eftir góðan undirbúning Claude Davis. Vassell fékk svo 3-4 færi til viðbótar til að skora í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Derby náði svo að færa sér það í nyt er Kenny Miller átti skot að marki sem hafði viðkomu í Sun Jihai og hafnaði svo í markinu. Það skráðist sem sjálfsmark á þann síðarnefnda. En unglingurin Daniel Sturridge bjargaði málunum fyrir sína menn með sínu öðru marki í jafn mörgum leikjum. Markið kom eftir fyrirgjöf Martin Petrov og var City-mönnum létt.Þar við sat og urðu liðin að sætta sig við skiptan hlut í kvöld.
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira