Enski boltinn

Landsliðshópur Englands kynntur á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham hefur ekki spilað alvöru knattspyrnuleik síðan í nóvember.
David Beckham hefur ekki spilað alvöru knattspyrnuleik síðan í nóvember. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello mun kynna sinn fyrsta landsliðshóp á morgun og kemur þá í ljós hvort að David Beckham fær að spila 100. landsleik sinn á ferlinum.

Beckham segist vera í góðu formi og vonast til að verða valinn. „Ég er í jafn góðu formi og ég get verið í," sagði hann. „Ég er klár í landsliðshópinn."

Hópurinn sem Capello kynnir á morgun verður ekki endanlegi hópurinn sem mætir Sviss þann 6. febrúar næstkomandi en hann verður kynntur klukkan 19.00 á laugardagskvöldið.

Ákvörðun Capello um Beckham er ekki sú eina sem beðið er með eftirvæntingu heldur einnig hvern hann velur sem fyrirliða og einnig hvern hann velur sem aðalmarkvörð liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×