Erlent

Prestur sem hvarf í New York fannst á nektarbúllu í Ohio

Prestur sem saknað var í New York fannst um helgina á nektarbúllu í Ohio.

Presturinn fór að heiman á miðvikudag og sagði þá konu sinni að hann ætlaði með tölvu heimilis þeirra í viðgerð. Er hann kom ekki heim aftur um kvöldið lét konan lögregluna vita.

Lögreglan fékk svo alríkislögregluna FBI í lið með sér og mikil leit hófst að prestinum. Um helgina sá svo lögreglumaður í Ohio bíl prestins fyrir utan nektarbúlluna og prestinn sjálfan inn á henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×