Íslenski boltinn

Daníel valdi Víking

Elvar Geir Magnússon skrifar
Daníel Hjaltason þekkir búning Víkings vel. Mynd/Vikingur.net
Daníel Hjaltason þekkir búning Víkings vel. Mynd/Vikingur.net

Daníel Hjaltason verður lánaður frá Val til Víkings út þetta tímabil. Tvö önnur lið í 1. deildinni höfðu áhuga á að fá Daníel, Stjarnan og Leiknir Breiðholti, en hann valdi Víking.

Daníel er 29 ára og er uppalinn hjá Leikni. Hann lék í mörg ár hjá Víkingum, síðast í Landsbankadeildinni 2006, en gekk síðan í raðir Vals.

Víkingur situr í fimmta sæti 1. deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×