Erlent

Bandaríkin verða að fresta heimkvaðningu hers frá Írak

Uppreisnarmenn í Írak.
Uppreisnarmenn í Írak.

David Petraeus hershöfðingi í bandaríska hernum og helsti leiðtogi hersins í Írak hefur mælt með að herlið Bandaríkjanna verði ekki kallað heim fyrr en eftir júlímánuð. Það verði gert til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur í landinu. Hann lofaði mikilvægar, en breytilegar, framfarir í öryggismálum og sagði að herlið þyrftu tíma til að meta aðstæður í sumar.

Hershöfðinginn fordæmdi Írana fyrir að taka sér „eyðileggjandi hlutverk" í Írak.

Ummælin lét Petraeus falla vegna skýrslu sem hann og Ryan Crocker sendiherra Bandaríkjanna í Írak afhenda þinginu. Þeir munu einnig bera vitni fyrir Hermálanefnd Bandaríkjanna.

Stjórnarmaður nefndarinnar, demókratinn Carl Levin, hafði búist við frestun á heimflutningi herliðsins. Við upphaf réttarhaldsins sagði hann að ef ekki væri búið að ákveða hvenær herliðið yrði flutt frá Írak yrði það „boð um að Írakar verði áfram háðir hjálp."

John McCain forsetaframbjóðandi Repúblíkana telur hins vegar að ef herliðið verði dregið út úr Írak geti það leitt til þess að Bandaríkjamenn þurfi að koma aftur seinna í annað stríð sem verði enn kostnaðarsamara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×