Erlent

Tom Cruise íhugar málshöfðun gegn hassklúbbum

Leikarinn Tom Cruise íhugar nú málshöfðun gegn nokkrum hassklúbbum í norðurhluta Kaliforníu.

Ástæðan er sú að klúbbarnir eru byrjaðir að selja marijúana sem þeir kalla Tom Cruise Purple. Með hverjum pakka af þessu marijúana fylgir mynd af Tom með móðursjúkt bros á vörunum.

Að sögn kunnugra er Tom Cruise Purple með því sterkasta sem hægt er að reykja á þessum hassklúbbum. Tom Crusie er þekktasti meðlimur Vísindakirkjunnar vestan hafs en hún er mjög mótfallin allri fíkniefnaneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×