Erlent

Yfirvöld í Texas með forræðið yfir 401 barni sértrúarsafnaðar

Yfirvöld í Texas hafa nú tekið að sér forræðið yfir 401 barni sem bjuggu á einangruðum búgarði í ríkinu sem rekinn var af sértrúarsöfnuði.

Sértrúarsöfnuður þessi leggur stund á fjölkvæni en æðsti prestur hans er Warren Jeffs sem nú situr af sér fangelsisdóm vegna fjölkvænis og kynferðisafbrota.

Meðal þess sem yfirvöld í Texas rannsaka er hvort 13 ára stúlka á búgarðinum hafi verið neydd í hjónband með einum af meðlimum safnaðarins og hvort 15 ára stúlka hafi eignast barn á búgarðinum nýlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×