Fótbolti

Perúmönnum vísað úr leik

AFP

Knattspyrnusamband Suður-Ameríku hefur tilkynnt að landslið Perú hafi verið sett í keppnisbann.

Sepp Blatter, forseti FIFA, hafði gefið Perúmönnum frest þar til í gær til að koma málum sínum á hreint, en knattspyrnusambandið í Perú hefur lengi deilt við stjórnvöld í landinu.

FIFA leggur mikið upp úr því að eðlilegt samband sé milli stjórnvalda og knattspyrnusambanda í aðildarlöndum og ekki er langt síðan sambandið hótaði Pólverjum að reka þá úr keppni vegna meintrar spillingar í boltanum þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×