Enski boltinn

Tyson vill hjálpa Gascoigne

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Gasgoicne.
Paul Gasgoicne. Nordic Photos / Getty Images

Mike Tyson segist gjarnan vilja hjálpa Paul Gasgoigne vegna þeirra erfiðleika sem hann hefur mátt glíma við undanfarið.

Tyson er fyrrum þungavigtarheimsmeistari í hnefaleikum og hefur gengið í gegnum ýmislegt í sínu einkalífi. En nú vill hann nota eigin reynslu til að hjálpa öðrum, þeirra á meðal Gasgoicne.

Fyrr í vetur þurfti að leggja Gasgoicne inn á geðdeild þar sem hann var í tvær vikur eftir að hann var handtekinn á hóteli í Newcastle. Talið var líklegt að hann hafi reynt að svipta sig lífi.

Gasgoicne er einn þekktasti knattspyrnumaður sem Englendingar hafa átt en áfengis- og eiturlyfjafíkn hans hefur farið illa með hann.

„Ég veit allt um Gazza og finnst að ég geti hjálpað honum. Margir íþróttamenn í fremstu röð hafa lent í erfiðleikum í einkalífi sínu, þeirra á meðal ég, en þess vegna vil ég hjálpa."

„Ég lít á hann sem ofurstjörnu og myndi gjarnan vilja hitta hann ef hann treystir sér til þess."

Tyson hefur þegar hitt annan þekktan fótboltakapppa, Wayne Rooney. Þeir hittust fyrir þremur árum þegar Rooney var mikið gagnrýndur fyrir skapsveiflur sínar á vellinum.

„Árið 2005 var Wayne Rooney í niðursveiflu og ég hitti hann og náði að kæta hann. Ég er viss um að ég geti gert slíkt hið sama fyrir Paul Gasgoicne."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×