Íslenski boltinn

Boltavaktin á tánum í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar

Að sjálfsögðu verður fylgst með öllum fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Þrír leikir hefjast klukkan 19:15 og einn er 20:00.

Miðstöð Boltavaktarinnar safnar saman öllum helstu upplýsingunum úr öllum leikjunum fjórum og birtir jafnóðum á sama staðnum. Á henni má einnig komast inn á Boltavakt hvers leiks.

Slóð Miðstöðvarinnar er visir.is/boltavakt

Nýliðar Fjölnis fá það erfiða verkefni að heimsækja erfiðasta útivöll landsins en þeir leika gegn toppliði Keflavíkur. Keflavík hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í deildinni til þessa.

ÍA tekur á móti Þrótti en Skagamenn hafa ollið miklum vonbrigðum á tímabilinu og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Botnlið HK tekur á móti KR sem vann 3-0 sigur á Fylki í síðasta deildarleik.

Þá eigast Fram og Breiðablik við klukkan 20:00 en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Blikar unnu stórsigur á FH í síðustu umferð en Framarar leika öflugan varnarleik og eru erfiðir viðureignar.

Sláið inn slóðina visir.is/boltavakt til að komast á Boltavaktina. Þar verður textalýsing frá öllum leikjum og upplýsingar koma inn um leið og eitthvað gerist.

19:15 ÍA - Þróttur

19:15 HK - KR

19:15 Keflavík - Fjölnir

20:00 Fram - Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×