Innlent

Eldur í þvottavél í Möðrufelli

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Möðrufelli 5 í Breiðholti í kvöld vegna elds. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að eldur hafði blossað upp í þvottavél í sameign og var reykur í stigaganginum. Vel gekk að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu. Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×