Erlent

Fuglaflensa greinist á ný í Danmörku

Í fyrsta sinn á tveimur árum hefur fuglaflensa greinst á ný í Danmörku.

Um 2.000 hænum og öndum verður slátrað á bóndabæ á Fjóni í dag og hefur bærinn verið settur í einangrun.

Það var einnig á Fjóni sem fuglaflensa kom fyrst upp í Danmörku fyrir tveimur árum í fuglum sem ekki voru villtir. Þá var útflutningsbann sett á allt fuglakjöt frá Fjóni og bannað að skjóta villta fugla þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×