Enski boltinn

Wenger að horfa til Appiah?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stephen Appiah er hér til hægri.
Stephen Appiah er hér til hægri.

Talið er að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hyggist setjast við samningaborðið og ræða við Stephen Appiah á næstu dögum.

Appiah er frjáls ferða sinna eftir að tyrkneska félagið Fenerbahce leysti hann undan samningi. Hann er 27 ára miðjumaður og er fyrirliði landsliðs Gana.

West Ham og Portsmouth hafa einnig sýnt Appiah áhuga í sumar en hann er þó enn án félags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×