Fótbolti

1500 miðar eftir á Skotaleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland fagnar marki sínu gegn Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.
Ísland fagnar marki sínu gegn Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.

Aðeins 1500 miðar eru enn óseldir á leik Íslands og Skotlands þegar rúmir tveir dagar eru í leik. Miðasalan tók mikinn kipp um helgina.

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Noreg ytra um helgina í fyrstu umferð undankeppni HM 2010 og en þetta var einn besti landsleikur Íslands lengi vel.

Eftir leikinn tók miðasalan mikinn kipp og eru nú 1500 miðar eftir, sem fyrr segir, en Laugardalsvöllur tekur 9700 manns í sæti.

Skotland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppninni, fyrir Makedóníu á útivelli, og mega alls ekki við því að tapa öðrum leiknum í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×