Fótbolti

Burley: Ákveðnir í að ná góðum úrslitum á Íslandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
George Burley mætir með sína menn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag.
George Burley mætir með sína menn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag.

George Burley segir að sínir menn séu ákveðnir í að ná réttum úrslitum gegn Íslandi á miðvikudag. Skotar töpuðu óvænt fyrir Makedóníu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM en Burley telur að leikurinn gegn Íslandi henti sínum mönnum betur.

„Það voru jákvæðir punktar í seinni hálfleiknum gegn Makedóníu og þá ætlum við að taka með til Íslands. Ég reikna með að leikurinn á Íslandi verði leikinn á svipuðum hraða og Skotland á að venjast. Svo verður sá leikur ekki í 100 gráðu hita," sagði Burley.

Skotland hefur ekki komist á stórmót síðan 1998 en Burley er straðráðinn í að breyta því. „Ísland hefur nokkra mjög góða leikmenn. Eiður Guðjohnsen er að mínu mati enn í heimsklassa. Þetta verður mjög erfiður leikur," sagði Burley.

„Við byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Það er mjög mikilvægt að við töpum ekki gegn Íslandi. Við verðum að fara í þennan leik með það að markmiði að sækja þrjú stig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×