Skotar hafa alltaf unnið Íslendinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2008 12:47 Eiður Smári og Christian Dailly í baráttunni á Hampden Park í Glasgow árið 2003. Nordic Photos / Getty Images Í þau fjögur skipti sem Ísland og Skotland hafa mæst á knattspyrnuvellinum hafa Skotar alltaf borið sigur úr býtum. Skotar komu þó fyrst í heimsókn með landslið skipað áhugamönnum í júlí árið 1964 og unnu þá, 1-0. Síðan þá hafa liðin mæst fjórum sinnum í undankeppnum stórmóts í knattspyrnu. Paul McStay skoraði tvívegis og Charlie Nicholas einu sinni í 3-0 sigri Skota á Íslendingum á Hampden-leikvanginum árið 1984 í undankeppni HM 1986. Síðari viðureigninni, sem fór fram á Laugardalsvellinum, lauk með 1-0 sigri Skota. James Bett, faðir Valsmannsins Baldurs og Calum Þórs sem leikur með Hvöt, skoraði eina mark leiksins. Liðin voru svo saman í riðli í undankeppni EM 2004. Skotar unnu báða þá leiki, hér heima 2-0 með mörkum Christian Dailly og Gary Naysmith, og 2-1 ytra. Kenny Miller kom Skotum yfir en Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin. Lee Wilkie skoraði svo sigurmark leiksins. Mark Eiðs Smára er því eina íslenska markið gegn Skotum í þessum leikjum. Þessi töp gegn Skotum reyndust dýrkeypt því Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins með þrettán stig, einu á eftir Skotum. Ísland mætti Þýskalandi í Hamborg í lokaumferð riðlakeppninnar og hefði með sigri tryggt sér annað sæti riðilsins. Ísland tapaði hins vegar 3-0 og á sama tíma unnu Skotar 1-0 sigur á Litháum. Tapleikurinn gegn Þýskalandi og töpin tvö gegn Skotum voru einu töp liðsins í riðlakeppninni. Steven Pressley verður væntanlega í eldlínunni með Skotum á miðvikudagskvöldið en hann man vel eftir síðasta leik liðanna í Reykjavík. Þá lék hann sinn fyrsta landsleik í byrjunarliði Skota. Skotar voru þá nýbúnir að gera 2-2 jafntefli við Færeyjar og eftir leikinn gagnrýndi þáverandi landsliðsþjálfari, Berti Vogts, nokkra leikmenn harkalega eftir leikinn. Það líkaði David Weir ekki og dró hann sig úr hópnum í mótmælaskyni. Það þýddi að Pressley fékk tækifærið en hann hafði aðeins komið inn á sem varamaður í einum leik á undan. „Þetta var góð reynsla fyrir mig og við spiluðum mjög vel. Ég á því góðar minningar frá Íslandi. Sumarið - ef það er eitthvað slíkt til á Íslandi - er nú á enda þar en ég býst ekki við öðru en að aðstæðurnar verði mjög góðar." Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira
Í þau fjögur skipti sem Ísland og Skotland hafa mæst á knattspyrnuvellinum hafa Skotar alltaf borið sigur úr býtum. Skotar komu þó fyrst í heimsókn með landslið skipað áhugamönnum í júlí árið 1964 og unnu þá, 1-0. Síðan þá hafa liðin mæst fjórum sinnum í undankeppnum stórmóts í knattspyrnu. Paul McStay skoraði tvívegis og Charlie Nicholas einu sinni í 3-0 sigri Skota á Íslendingum á Hampden-leikvanginum árið 1984 í undankeppni HM 1986. Síðari viðureigninni, sem fór fram á Laugardalsvellinum, lauk með 1-0 sigri Skota. James Bett, faðir Valsmannsins Baldurs og Calum Þórs sem leikur með Hvöt, skoraði eina mark leiksins. Liðin voru svo saman í riðli í undankeppni EM 2004. Skotar unnu báða þá leiki, hér heima 2-0 með mörkum Christian Dailly og Gary Naysmith, og 2-1 ytra. Kenny Miller kom Skotum yfir en Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin. Lee Wilkie skoraði svo sigurmark leiksins. Mark Eiðs Smára er því eina íslenska markið gegn Skotum í þessum leikjum. Þessi töp gegn Skotum reyndust dýrkeypt því Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins með þrettán stig, einu á eftir Skotum. Ísland mætti Þýskalandi í Hamborg í lokaumferð riðlakeppninnar og hefði með sigri tryggt sér annað sæti riðilsins. Ísland tapaði hins vegar 3-0 og á sama tíma unnu Skotar 1-0 sigur á Litháum. Tapleikurinn gegn Þýskalandi og töpin tvö gegn Skotum voru einu töp liðsins í riðlakeppninni. Steven Pressley verður væntanlega í eldlínunni með Skotum á miðvikudagskvöldið en hann man vel eftir síðasta leik liðanna í Reykjavík. Þá lék hann sinn fyrsta landsleik í byrjunarliði Skota. Skotar voru þá nýbúnir að gera 2-2 jafntefli við Færeyjar og eftir leikinn gagnrýndi þáverandi landsliðsþjálfari, Berti Vogts, nokkra leikmenn harkalega eftir leikinn. Það líkaði David Weir ekki og dró hann sig úr hópnum í mótmælaskyni. Það þýddi að Pressley fékk tækifærið en hann hafði aðeins komið inn á sem varamaður í einum leik á undan. „Þetta var góð reynsla fyrir mig og við spiluðum mjög vel. Ég á því góðar minningar frá Íslandi. Sumarið - ef það er eitthvað slíkt til á Íslandi - er nú á enda þar en ég býst ekki við öðru en að aðstæðurnar verði mjög góðar."
Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira