Fótbolti

Arshavin tilbúinn að fara frá Zenit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með Rússlandi á EM 2008.
Andrei Arshavin í leik með Rússlandi á EM 2008. Nordic Photos / AFP

Andrei Arshavin segist nú reiðubúinn að fara frá rússneska Zenit St. Pétursborg sem hann hefur leikið með allan sinn atvinnumannaferil.

Arshavin er 27 ára gamall og sló í gegn með rússneska landsliðinu á EM 2008 í Austurríki og Sviss. Rússar komust í undanúrslit en töpuðu þá fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar.

„Ég myndi vilja fara til annars félags," sagði Arshavin við fréttamenn eftir að rússneska landsliðið hitti Dmitry Medvedev Rússlandsforseta í dag.

Hann hefur verið orðaður við Barcelona og rússneskir fjölmiðlar hafa haft eftir forráðamönnum Zenit að Börsungar hafi gert þeim tilboð í Arhavin.

Sjálfur gat Arshavin ekkert sagt um sína framtíð, enn væri margt óráðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×