Íslenski boltinn

Valur og Brann búin að ná samkomulagi um Birki Má

Birkir Már Sævarsson verður í eldlínunni með Val gegn Fram í Landsbankadeildinni á sunnudaginn.
Birkir Már Sævarsson verður í eldlínunni með Val gegn Fram í Landsbankadeildinni á sunnudaginn.

Valur og Brann hafa náð samkomulagi sín á milli um kaupverð á Birki Má Sævarssyni leikmanni Vals. Vísir sagði frá því fyrr í kvöld að Valsmenn byggjust við tilboði en gengið var frá því nú fyrir stundu. Birkir mun klára fyrri umferðina með Val en verður síðan leikmaður norsku meistaranna.

Þetta staðfesti Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals í samtali við Vísi nú í kvöld. Börkur sagði Birki spila sinn síðasta leik með Val gegn KR þann 10.júlí í Frostaskjólinu.

„Þetta er reyndar að því gefnu að hann nái persónulegum samningi við Brann, sem ég held að hann sé langt kominn með," segir Börkur sem er ánægður með þetta risa skrefi sem Birkir er að stíga.

„Þetta er bara frábær viðurkenning fyrir uppeldisstarfið hjá Val, við erum búnir að selja nokkuð marga uppalda leikmenn undanfarin ár."

Hvað eru þeir að borga ykkur?

„Ég geti ekki sagt það. En við erum mjög sáttir með þetta."

Birkir Már er uppalinn Valsari og hefur leikið allan sinn feril með félaginu. Hann hefur verið einn allra besti bakvörður deildarinnar og hefur spilað nokkra A-landsleiki fyrir Íslands hönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×