Innlent

Þrengsli og Reykjanesbraut opnuð en Hellisheiði enn lokuð

MYND/Stöð 2

Vegagerðin segir enn ekkert ferðaveður á Suðurlandi og Vesturlandi en þar hafa björgunarsveitir haft í nógu að snúast við að aðstoða fólk sem fast hefur verið í sköflum.

Þó er búið að opna Reykjanesbraut að Grindarvíkurafleggjara og enn fremur er búið að opna Þrengsli en þar er hálka og éljagangur. Enn er ófært á Hellisheiði. Á mögum leiðum á Suðurlandsundirlendi er þar að auki þungfært eða þæfingsfærð.

Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja, éljagangur og slæm færð á öllum leiðum. Ófært er á Bröttubrekku og þungfært og stórhríð er á Holtavörðuheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×