Erlent

Skóm grýtt að Bush

George Bush Bandaríkjaforseta tókst naumlega að víkja sér undan þegar skóm var kastað í hann á blaðamannafundi í Írak. Forsetinn h kom til Bagdad í kveðjuheimsókn í gær. Á blaðamannafundi með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, fékk hann heldur kaldar kveðjur.

,,Þetta er kveðjukossinn frá írösku þjóðinni, hundurinn þinn," sagði Muntadar al-Zeidi - fréttamaður Al-Baghdadiya sjónvarpsstöðvarinnar um leið og hann grýtti skóm sínum í átt að forsetanum fráfarandi.

Ekki er hægt að móðga nokkurn meira í Mið-Austurlöndum en með því að grýta skónum sínum í þá.

,,Hvað með það þó að hann hafi grýtt skóm að mér," sagði Bush við fréttamenn.

Skókastarinn Muntadar al-Zeidi er sjónvarpsfréttamaður sem varð frægur þegar óþekktir byssumenn rændu honum 2007. Hann er sjíamúslimi og sagður reiður Bandaríkjamönnum þess hve margir almennir borgarar hafi fallið frá innrásinni í Írak 2003.

Al-Zeidi er í haldi lögreglu sakaður í fólskulegan verknað eins og það er orðað. Sjónvarpsstöðin krefst þess að hann verði látinn laus og hefur handtökunni verið mótmælt fyrir utan lögreglustöðina þar sem maðurinn er í haldi.

Bagdad búar eru ekki á einu máli með skókastið. ,,Bush verðskuldar að verða fyrir meiru en skóm. Hver bað hann um að koma?" sagði Rahim Hassan, íbúa í Badad.

Annar íbúi í Bagdad, Fadhil Radhi, segir að skókastið hafi verið óþarfi og vel hægt að koma sjónarmiðum sínum fram á annan hátt.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×