Erlent

Kirkja Söru Palin brann

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt en er af kirkjubruna í fyrra.
Myndin tengist ekki þessari frétt en er af kirkjubruna í fyrra. MYND/Kurt Jull

Kirkjan, sem fyrrverandi varaforsetaefnið Sarah Palin sækir í heimabæ sínum, Wasilla í Alaska, brann til grunna á föstudagskvöldið og grunar yfirvöld að þar hafi ekki verið um slys að ræða.

Enginn meiddist í eldsvoðanum en lögreglan rannsakar málið sem um íkveikju hafi verið að ræða. Palin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist harma það ef bruni kirkjunnar tengist á einhvern hátt framboði hennar til embættis varaforseta á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×