Lífið

Úldinn hákarl notaður til að kynna Ísland

Kjaftfori kokkurinn Gordon Ramsey varð kjaftstopp og ældi síðan þegar hann smakkaði hákarl, verkaðan upp á íslenskan máta.
Kjaftfori kokkurinn Gordon Ramsey varð kjaftstopp og ældi síðan þegar hann smakkaði hákarl, verkaðan upp á íslenskan máta.
„Ég hef ekki heyrt af þessu áður en þetta er sniðugt. Íslendingar hafa náttúrulega alltaf verið duglegir við að kynna þorrablótin en að það sé markaðssett svona er einhver nýlunda," segir Ottó Guðmundsson, starfsmaður í Múlakaffi. Erlendar ferðaskrifstofur eru teknar til við að kynna skondnar og skemmtilegar hliðar á Íslandi. Ekki nema von því þeir eru ófáir sem spá því að Ísland verði einn „heitasti" áfangastaður erlendra ferðamanna á næsta ári.
Á vefsíðu Times er því spáð að sprenging verði í komu breskra ferðamanna til landsins enda hafi verð lækkað um allt að því helming.

Þorrablót virðast vera nýjasta markaðstækifærið.

Icelandair ætlar samkvæmt vefsíðu Times að bjóða upp á lækkað verð til Íslands meðan á þorranum stendur en það ku vera milli 25. janúar og 23. febrúar. Skorað er á þá sem telja sig hafa sterkan maga að prófa þorrablót.

Á bresku ferðavefsíðunum Opodo.co.uk og justtheflight.co.uk má finna kynningu á þessum sér-íslenska sið; að hesthúsa súra hrútspunga, sviðasultu og -kjamma. Múlakaffi og Kaffi Reykjavík eru kynnt til sögunnar sem fánaberar þessarar íslensku matargerðar en þó vekur mesta athygli að kjaftfori kokkurinn Gordon Ram-say er notaður sem kynningartrikk. „Smakkaðu á hákarlinum sem fékk Gordon Ramsay til að æla." Eflaust eiga þó einhverjir bara eftir að kynna sér næturlífið því hákarlinn er kynntur sem „rotten shark" sem myndi útleggjast á hinu ylhýra: úldinn hákarl.

- fgg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.