Benjani Mwaruwari verður frá í nokkrar vikur vegna tognunar á lærvöðva eftir því sem Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, segir.
Benjani var frá í upphafi tímabilsins vegna meiðsla en átti svo góða innkomu í lið City. Hann meiddist svo í leik liðsins gegn Everton um helgina og verður væntanlega frá í einhverjar vikur.
„Við erum eilítið fáliðaðir eins og er," sagði Hughes en framundan er jólatörnin þar sem liðin spila marga leiki á stuttum tíma.
„Það eru nokkrir leikmenn sem eru meiddir eins og er sem er alls ekki gott upp á framhaldið að gera."