Erlent

Öreindahraðallinn merkilegustu vísindin 2008 að mati Time

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin sýnir legu ganga Kjarnorkurannsóknarráðsins CERN í Genf í Sviss.
Myndin sýnir legu ganga Kjarnorkurannsóknarráðsins CERN í Genf í Sviss. MYND/Orbit.zkm.de

Norðurpóllinn á Mars og öreindahraðallinn í Sviss eru meðal tíu merkilegustu uppgötvana vísindanna á árinu sem er að líða, að mati Time.

Það er öreindahraðall Kjarnorkurannsóknarráðs Evrópu í nágrenni Genfar í Sviss sem vermir toppsætið á lista tímaritsins Time yfir merkilegustu fyrirbæri vísindanna árið 2008.

Hraðalnum, sem í raun er 27 kílómetra löng hringlaga göng, er ætlað að líkja eftir því hvernig heimurinn varð til með því að mynda alkul, mínus 273 gráður, og skjóta öreindum eftir göngunum á ljóshraða sem táknar að þær fara þennan 27 kílómetra langa hring 11.000 sinnum á sekúndu. Þær rekast svo saman og mynda þá hugsanlega svipaðar aðstæður og við miklahvell sem talinn er upphaf veraldar. Sumir óttuðust að við þetta yrði til svarthol sem gleypti jörðina og félli svo saman en það virðist ekki hafa gerst.

Skömmu eftir að hraðallinn var ræstur kom upp bilun í honum sem olli því að tilrauninni var hætt í bili. Meðal annarra merkilegra hluta á lista Time eru norðurpóll Mars, þriðja geimskot Kínverja, fyrsta fjölskyldan, sem mun vera tæplega 5.000 ára gömul, og aðferð Kaliforníuháskóla til að gera hluti ósýnilega...án þess að slökkva ljósin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×