Erlent

Árásum Ísraela víða mótmælt

Mikil reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í gær og í dag. Árásunum hefur meðal annars verið mótmælt í Líbanon, Egyptalandi og á Vesturbakkanum í Palestínu í dag.

Hundruðir manna komu saman á Vesturbakkanum og mótmæltu aðgerðum Ísraela en þær hafa kostað hátt í 300 Palestínumenn lífið og rúmlega 700 hafa særst. Í gær féll Ísraeli og fjórir særðust þegar flugskeyti frá Gaza-svæðinu hæfði hús í Ísrael.

Í Beirút, höfuðborg Líbanons, þurfti lögregla að beita táragasi gegn mótmælendum fyrir utan sendiráð Egypta. Fjölmargir mótmælendur og nokkrir lögreglumenn eru meiddir eftir átökin. Gagnrýni mótmælenda undanfarin sólarhring hefur meðal annars beinst að Egyptum og utanríkisráðherra landsins sem fundaði með utanríkisráðherra Ísraels fyrir fáeinum dögum. Egyptar eru sagðir ekki hafa brugðist nægjanlega hratt við og koma hjálpargögnum á Gaza-ströndina.

Markmiðið er að lama stjórn Hamas á Gaza

Meginmarkmið loftárása Ísraelsmanna er að eyðileggja lögreglustöðvar, æfingabúðir og stjórnsýslubyggingar stjórnar Hamas á Gaza-svæðinu, en einnig að fella eins marga liðsmenn samtakanna og hægt er. Ráðist var á tugi skotmarka í gær og það sem af er degi hafa á fjórða tug sprengjuárásir verið gerðar.

Hert verði á árásum á Ísrael

Mammoud Abbas, forseti Palestínumanna á Vesturbakkanum, segir að forystumenn Hamas hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar, með því að framlengja vopnahlé sem staðið hafði í sex mánuði. Hann hafi hvatt forystu Hamas eindregið til að gera það og leita friðsamlegra lausna.

Amadinadjad, forseti Írans fordæmir loftárásir Ísraela og segir þær glæpsamlegar og boðar að Íranir muni standa þétt á bakvið Palestínumenn. Leiðtogi Hamas, sem er í útlegð í Sýrlandi, hvatti liðsmenn sína til að herða á eldflaugaárásum á Ísrael í gær,






Tengdar fréttir

Tímabundin herkvaðning í Ísrael

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun tímabundna herkvaðningu þúsunda varahermanna vegna árásanna á Gaza-ströndinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að aðgerðir Ísraela geti tekið einhverja daga. Markmiðið sé að eyðileggja grunstoðir Hamas-samtakanna.

Árásir Ísraela halda áfram - 270 látnir

Ísraelsher hélt áfram að varpa sprengjum á Gaza í morgun og nú hafa um 270 manns fallið og yfir sex hundruð særst frá því árásirnar hófust í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×