Erlent

Tímabundin herkvaðning í Ísrael

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun tímabundna herkvaðningu þúsunda varahermanna vegna árásanna á Gaza-ströndinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að aðgerðir Ísraela geti tekið einhverja daga. Markmiðið sé að eyðileggja grunstoðir Hamas-samtakanna.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi og lýsti áhyggjum sínum af ástandinu og hvatti til vopnahlés. Ráðið vill að tryggt verði að nauðsynjar verði fluttar til íbúa á Gaza-svæðinu og þeim gefinn kostur á læknisaðstoð.






Tengdar fréttir

Árásir Ísraela halda áfram - 270 látnir

Ísraelsher hélt áfram að varpa sprengjum á Gaza í morgun og nú hafa um 270 manns fallið og yfir sex hundruð særst frá því árásirnar hófust í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×