Fótbolti

Berbatov ekki með United á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United.
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Dimitar Berbatov verður ekki með Manchester United er liðið mætir Gamba Osaka í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan á morgun.

Berbatov er veikur og er því búist við því að Wayne Rooney og Carlos Tevez verði saman í fremstu víglínu liðsins.

Rooney meiddist reyndar á æfingu í gær en Alex Ferguson vonast til að hann verði klár í slaginn á morgun. Paul Scholes, Ryan Giggs, Gary Neville og Cristiano Ronaldo verða allir í byrjunarliði United á morgun en leikurinn hefst klukkan 9.30 í fyrramálið.

Leikurinn verður ekki í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti en sjálfur úrslitaleikurinn verður hins vegar sýndur á stöðinni í beinni útsendingu sem hefst klukkan 10.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×