Enski boltinn

Bullard gæti farið frá Fulham í janúar

Jimmy Bullard lék áður með Wigan
Jimmy Bullard lék áður með Wigan NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn öflugi Jimmy Bullard hjá Fulham gæti verið á förum frá Fulham í janúar eftir því sem fram kemur á Sky í dag.

Bullard hefur verið einn besti maður Fulham í vetur síðan hann kom frá Wigan og vann sér m.a. sæti í enska landsliðshópnum.

Bullard hafði farið þess á leit við forráðamenn Fulham að fá nýjan og betri samning, en ekkert slíkt mun hafa verið uppi á borðinu.

Því segir Sky að leikmanninum hafi verið tjáð að hann megi fara í janúar ef félaginu bærist gott kauptilboð í hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×