Íslenski boltinn

Fyrsti sigur HK kom gegn Íslandsmeisturunum

Elvar Geir Magnússon skrifar

HK fékk sín fyrstu stig í sumar þegar liðið vann sigur á Íslandsmeisturum Vals í hreint mögnuðum leik 4-2 í kvöld. Þetta var þriðji tapleikur Vals á tímabilinu.

Leikurinn í kvöld var mikil skemmtun og lokakafli hans hreint magnaður. Birkir Már Sævarsson kom Val yfir á 19. mínútu en Finnbogi Llorens jafnaði á 70. mínútu.

Iddi Alkhag kom síðan HK yfir á 80. mínútu en rétt á eftir þá jafnaði Helgi Sigurðsson úr vítaspyrnu fyrir Val 2-2. Iddi Alkhag ekki hættur og bætti tveimur mörkum við í lokin og HK-ingar fögnuðu þessum glæsta sigri vel.

Leikir kvöldsins voru í beinni útsendingu Boltavaktarinnar. Smelltu hér eða sláðu inn slóðina https://www.visir.is/boltavakt til að komast inn á Boltavaktina og sjá nánari upplýsingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×