Áfangaheimili opnar ekki nema húsnæði verði tryggt Magnús Már Guðmundsson skrifar 9. júlí 2008 15:59 Fyrirhugað áfangaheimili verður starfrækt í Hólavaði 1-11 í Norðlingaholti. Velferðarsvið Reykjavík hefur ekki lokið við gerð samnings við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Hólavaði í Norðlingaholti þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvort umrætt húsnæði sé til ráðstöfunar þar sem það er nú í eigu þrotabús. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarsviði. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að eigandi raðhúsalengjunnar við Hólavað 1 til 11 var lýstur gjaldþrota 8. apríl síðastliðinn. Íbúar í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili hafa undanfarið safnað undirskriftum gegn heimilinu sem ætlunin var að afhenta borgarstjóra í dag. ,,Borgarstjóri ætlaði að taka á móti okkur í dag en gat það ekki af einhverjum ástæðum. Aftur á móti ætlar að hann að taka á móti okkur á morgun," segir Hafsteinn Þór Eggertsson, íbúi í hverfinu og einn skipuleggjanda undirskriftasöfnunarinnar. Starfsemi heimilisins verður kynnt fyrir íbúum í Norðlingaholti þegar tryggt verður að Heilsuverndarstöðin hafi íbúðirnar í Hólavaði til ráðstöfunar. Tilkynning velferðarsviðs: Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 9. apríl s.l. að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina ehf./ Alhjúkrun um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. Búsetuúrræðið er samvinnuverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Um er að ræða búsetuúrræði fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Markmiðið er að veita húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu fyrir einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- og vímuefna en þarfnast sérstaks stuðnings til að geta búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án neyslu áfengis- og vímuefna. Heimilinu er ætlað að tryggja jafnrétti og skapa skilyrði til eðlilegs lífs þrátt fyrir að viðkomandi hafi átt við erfiðleika að stríða. Gerð verður endurhæfingaráætlun við hvern einstakling varðandi þjálfun í athöfnum daglegs lífs og virka þátttöku í samfélaginu með stuðningi, hvatningu og leiðbeiningum starfsfólks. Á heimilinu verður sólarhringsvakt og verður einstaklingum ekki heimilt að neyta áfengis eða fíkniefna á meðan þeir búa á heimilinu. Sérstakur samningur verður gerður við hvern einstakling sem kveður á um umgengnis- og húsreglur og viðbrögð við brotum á þeim. Velferðarsvið hefur ekki lokið samningum við Heilsuverndarstöðina þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvort umrætt húsnæði sé til ráðstöfunar þar sem það er nú í eigu þrotabús. Starfsemi heimilisins verður kynnt fyrir íbúum þegar tryggt verður að Heilsuverndarstöðin hafi húsnæðið til ráðstöfunar. Tengdar fréttir Þorleifur: Borgarráð var blekkt Þorleifur Gunnlaugsson segir að borgarráð hafi verið blekkt þegar yfirlýsing frá Heilsuverndarstöðinni og Hag var lögð fyrir ráðið 26. júní síðastliðinn. 7. júlí 2008 13:19 Afhenda borgarstjóra undirskriftalista Íbúar í Norðlingaholti afhenda Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra undirskriftalista í dag með mótmælum yfir 300 íbúa í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í hverfinu í haust. 9. júlí 2008 09:45 Óvissa með húsnæði áfangaheimilis Eigandi húsnæðis sem Heilsuverndarstöðin ætlar að nýta sem áfangaheimili í raðhúsalengju í Norðlingaholti var tekinn til gjaldþrotaskipta í apríl. Því er enn óvissa um hvort starfsemin hefjist á réttum tíma. 7. júlí 2008 12:16 Undirskriftalistar afhentir í vikunni Undirskriftalistar íbúa í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust í Hólavaði verða afhentir borgaryfirvöldum á miðvikudaginn. 7. júlí 2008 15:40 Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4. júlí 2008 16:53 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavík hefur ekki lokið við gerð samnings við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Hólavaði í Norðlingaholti þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvort umrætt húsnæði sé til ráðstöfunar þar sem það er nú í eigu þrotabús. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarsviði. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að eigandi raðhúsalengjunnar við Hólavað 1 til 11 var lýstur gjaldþrota 8. apríl síðastliðinn. Íbúar í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili hafa undanfarið safnað undirskriftum gegn heimilinu sem ætlunin var að afhenta borgarstjóra í dag. ,,Borgarstjóri ætlaði að taka á móti okkur í dag en gat það ekki af einhverjum ástæðum. Aftur á móti ætlar að hann að taka á móti okkur á morgun," segir Hafsteinn Þór Eggertsson, íbúi í hverfinu og einn skipuleggjanda undirskriftasöfnunarinnar. Starfsemi heimilisins verður kynnt fyrir íbúum í Norðlingaholti þegar tryggt verður að Heilsuverndarstöðin hafi íbúðirnar í Hólavaði til ráðstöfunar. Tilkynning velferðarsviðs: Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 9. apríl s.l. að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina ehf./ Alhjúkrun um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. Búsetuúrræðið er samvinnuverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Um er að ræða búsetuúrræði fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Markmiðið er að veita húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu fyrir einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- og vímuefna en þarfnast sérstaks stuðnings til að geta búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án neyslu áfengis- og vímuefna. Heimilinu er ætlað að tryggja jafnrétti og skapa skilyrði til eðlilegs lífs þrátt fyrir að viðkomandi hafi átt við erfiðleika að stríða. Gerð verður endurhæfingaráætlun við hvern einstakling varðandi þjálfun í athöfnum daglegs lífs og virka þátttöku í samfélaginu með stuðningi, hvatningu og leiðbeiningum starfsfólks. Á heimilinu verður sólarhringsvakt og verður einstaklingum ekki heimilt að neyta áfengis eða fíkniefna á meðan þeir búa á heimilinu. Sérstakur samningur verður gerður við hvern einstakling sem kveður á um umgengnis- og húsreglur og viðbrögð við brotum á þeim. Velferðarsvið hefur ekki lokið samningum við Heilsuverndarstöðina þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvort umrætt húsnæði sé til ráðstöfunar þar sem það er nú í eigu þrotabús. Starfsemi heimilisins verður kynnt fyrir íbúum þegar tryggt verður að Heilsuverndarstöðin hafi húsnæðið til ráðstöfunar.
Tengdar fréttir Þorleifur: Borgarráð var blekkt Þorleifur Gunnlaugsson segir að borgarráð hafi verið blekkt þegar yfirlýsing frá Heilsuverndarstöðinni og Hag var lögð fyrir ráðið 26. júní síðastliðinn. 7. júlí 2008 13:19 Afhenda borgarstjóra undirskriftalista Íbúar í Norðlingaholti afhenda Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra undirskriftalista í dag með mótmælum yfir 300 íbúa í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í hverfinu í haust. 9. júlí 2008 09:45 Óvissa með húsnæði áfangaheimilis Eigandi húsnæðis sem Heilsuverndarstöðin ætlar að nýta sem áfangaheimili í raðhúsalengju í Norðlingaholti var tekinn til gjaldþrotaskipta í apríl. Því er enn óvissa um hvort starfsemin hefjist á réttum tíma. 7. júlí 2008 12:16 Undirskriftalistar afhentir í vikunni Undirskriftalistar íbúa í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust í Hólavaði verða afhentir borgaryfirvöldum á miðvikudaginn. 7. júlí 2008 15:40 Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4. júlí 2008 16:53 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Þorleifur: Borgarráð var blekkt Þorleifur Gunnlaugsson segir að borgarráð hafi verið blekkt þegar yfirlýsing frá Heilsuverndarstöðinni og Hag var lögð fyrir ráðið 26. júní síðastliðinn. 7. júlí 2008 13:19
Afhenda borgarstjóra undirskriftalista Íbúar í Norðlingaholti afhenda Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra undirskriftalista í dag með mótmælum yfir 300 íbúa í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í hverfinu í haust. 9. júlí 2008 09:45
Óvissa með húsnæði áfangaheimilis Eigandi húsnæðis sem Heilsuverndarstöðin ætlar að nýta sem áfangaheimili í raðhúsalengju í Norðlingaholti var tekinn til gjaldþrotaskipta í apríl. Því er enn óvissa um hvort starfsemin hefjist á réttum tíma. 7. júlí 2008 12:16
Undirskriftalistar afhentir í vikunni Undirskriftalistar íbúa í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust í Hólavaði verða afhentir borgaryfirvöldum á miðvikudaginn. 7. júlí 2008 15:40
Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4. júlí 2008 16:53