10 bestu kaupin á Englandi 6. maí 2008 10:50 Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu leikmannakaupin í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þar er Fernando Torres hjá Liverpool í toppsætinu. Torres kostaði Liverpool væna summu þegar hann var keyptur frá Atletico Madrid í fyrrasumar, en hann hefur staðið fyllilega undir væntingum og hefur skorað grimmt. Hér fyrir neðan er listi yfir 10 bestu kaupin að mati Sun. 10. Martin Skrtel, Liverpool Varnarmaðurinn sterki átti ekki sérstaka byrjun með liðinu og var ekki sannfærandi í fyrsta leik sínum í sigri á utandeildarliðinu Havant & Waterlooville. Skrtel fékk svo stóra tækifærið þegar Daniel Agger meiddist og hefur staðið sig vel síðan. Hann var keyptur á 7 milljónir punda frá Zenit í Pétursborg í janúar. 9. Wilson Palacios, Wigan Steve Bruce knattspyrnustjóri Wigan tók Hondúrasmanninn Palacios með sér þegar hann fór frá Birmingham á sínum tíma. Miðjumaðurinn hefur slegið í gegn með Wigan í vetur en hann fékk líti að spila þegar hann var sem lánsmaður hjá Birmingham. Hann er nú orðaður við Manchester United. 8. Martin Petrov, Man City Búlgarinn var keyptur á 4,7 milljónir punda frá Atletico Madrid og hafði Sven-Göran Eriksson mikla trú á honum. Petrov stóð að mestu undir væntingum og hefur verið eitraður á kantinum með City, ekki síst á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Hann náði þar að auki að skora fimm mörk fyrir lið sitt. 7. Sulley Muntari, Portsmouth Harry Redknapp hefur verið duglegur að kaupa leikmenn síðan hann tók við Portsmouth og keypti Muntari fyrir 7 milljónir punda. Það reyndust kostakaup ef tekið er mark af frammistöðu miðjumannsins í vetur, en hann hefur auk þess skorað nokkur falleg mörk. Talið er víst að það eigi eftir að reynast Portsmouth erfitt að halda í Muntari og sagt er að Liverpool og Arsenal hafi bæði áhuga á Ganamanninum. 6. Jermain Defoe, Portsmouth Það kom stuðningsmönnum Tottenham á óvart þegar Defoe var seldur til Portsmouth fyrir 7,5 milljónir punda í janúar, ekki síst í ljósi þess að hinn rándýri Darren Bent olli gríðarlegum vonbrigðum hjá félaginu. Defoe var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Portsmouth þegar hann fékk tækifæri á ný og skoraði 8 mörk í fyrstu 10 leikjum sínum fyrir liðið. 5. Carlos Tevez, Manchester United Cristiano Ronaldo hefur varpað skugga á aðra leikmenn United í vetur, en Tevez hefur átt skínandi byrjun á ferli sínum á Old Trafford. Argentímumaðurinn hefur skorað 19 mörk fyrir United og hefur náð vel saman við Wayne Rooney í framlínunni. Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa sér að þessi leikmaður hafi ekki náð að vinna sér sæti í liði West Ham framan af ferlinum á Englandi. 4. Yakubu, Everton Nokkrir urðu hissa þegar Everton ákvað að greiða metfé -11, 25 milljónir punda fyrir Nígeríumanninn, en hann olli ekki vonbrigðum og setti 19 mörk á leiktíðinni sem lýkur um næstu helgi. 3. Anderson, Man Utd Þegar United splæsti um 30 milljónum punda í Anderson og Nani, ætluðu menn þeim síðarnefnda frekar að slá í gegn með liðinu. En það hefur frekar verið Anderson en Nani sem hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Útlit er fyrir að Anderson fái það hlutverk að taka við af Paul Scholes á miðjunni hjá Sir Alex Ferguson, á meðan Nani virðist enn vera að læra hlutverk sitt af varamannabekknum. 2. Roque Santa Cruz, Blackburn Santa Cruz gekk í raðir Blackburn fyrir aðeins 3,5 milljónir punda sem verður að teljast tombóluverð fyrir mann sem skilar 23 mörkum. Mark Hughes vann í lottóinu þegar hann tók sénsinn á að kaupa Paragvæmanninn frá Bayern, en honum gæti reynst erfitt að halda í hann í framtíðinni ef hann heldur áfram að skora svo grimmt. 1. Fernando Torres, Liverpool Það er ljóst að það dugir engin meðalmennska til að standa undir 26 milljón punda kaupverði, en það hefur Torres svo sannarlega gert í vetur. Kaupin þóttu áhættusöm þar sem Torres hafði enga reynslu af því að spila í úrvalsdeildinni eftir að hafa alið manninn hjá uppeldisfélagi sínu Atletico Madrid alla sína tíð. Liverpool hefur ekki staðið undir væntingum í úrvalsdeildinni í vetur, en Torres hefur heldur betur skilað sínu með 32 mörkum fyrir þá rauðu. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu leikmannakaupin í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þar er Fernando Torres hjá Liverpool í toppsætinu. Torres kostaði Liverpool væna summu þegar hann var keyptur frá Atletico Madrid í fyrrasumar, en hann hefur staðið fyllilega undir væntingum og hefur skorað grimmt. Hér fyrir neðan er listi yfir 10 bestu kaupin að mati Sun. 10. Martin Skrtel, Liverpool Varnarmaðurinn sterki átti ekki sérstaka byrjun með liðinu og var ekki sannfærandi í fyrsta leik sínum í sigri á utandeildarliðinu Havant & Waterlooville. Skrtel fékk svo stóra tækifærið þegar Daniel Agger meiddist og hefur staðið sig vel síðan. Hann var keyptur á 7 milljónir punda frá Zenit í Pétursborg í janúar. 9. Wilson Palacios, Wigan Steve Bruce knattspyrnustjóri Wigan tók Hondúrasmanninn Palacios með sér þegar hann fór frá Birmingham á sínum tíma. Miðjumaðurinn hefur slegið í gegn með Wigan í vetur en hann fékk líti að spila þegar hann var sem lánsmaður hjá Birmingham. Hann er nú orðaður við Manchester United. 8. Martin Petrov, Man City Búlgarinn var keyptur á 4,7 milljónir punda frá Atletico Madrid og hafði Sven-Göran Eriksson mikla trú á honum. Petrov stóð að mestu undir væntingum og hefur verið eitraður á kantinum með City, ekki síst á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Hann náði þar að auki að skora fimm mörk fyrir lið sitt. 7. Sulley Muntari, Portsmouth Harry Redknapp hefur verið duglegur að kaupa leikmenn síðan hann tók við Portsmouth og keypti Muntari fyrir 7 milljónir punda. Það reyndust kostakaup ef tekið er mark af frammistöðu miðjumannsins í vetur, en hann hefur auk þess skorað nokkur falleg mörk. Talið er víst að það eigi eftir að reynast Portsmouth erfitt að halda í Muntari og sagt er að Liverpool og Arsenal hafi bæði áhuga á Ganamanninum. 6. Jermain Defoe, Portsmouth Það kom stuðningsmönnum Tottenham á óvart þegar Defoe var seldur til Portsmouth fyrir 7,5 milljónir punda í janúar, ekki síst í ljósi þess að hinn rándýri Darren Bent olli gríðarlegum vonbrigðum hjá félaginu. Defoe var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Portsmouth þegar hann fékk tækifæri á ný og skoraði 8 mörk í fyrstu 10 leikjum sínum fyrir liðið. 5. Carlos Tevez, Manchester United Cristiano Ronaldo hefur varpað skugga á aðra leikmenn United í vetur, en Tevez hefur átt skínandi byrjun á ferli sínum á Old Trafford. Argentímumaðurinn hefur skorað 19 mörk fyrir United og hefur náð vel saman við Wayne Rooney í framlínunni. Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa sér að þessi leikmaður hafi ekki náð að vinna sér sæti í liði West Ham framan af ferlinum á Englandi. 4. Yakubu, Everton Nokkrir urðu hissa þegar Everton ákvað að greiða metfé -11, 25 milljónir punda fyrir Nígeríumanninn, en hann olli ekki vonbrigðum og setti 19 mörk á leiktíðinni sem lýkur um næstu helgi. 3. Anderson, Man Utd Þegar United splæsti um 30 milljónum punda í Anderson og Nani, ætluðu menn þeim síðarnefnda frekar að slá í gegn með liðinu. En það hefur frekar verið Anderson en Nani sem hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Útlit er fyrir að Anderson fái það hlutverk að taka við af Paul Scholes á miðjunni hjá Sir Alex Ferguson, á meðan Nani virðist enn vera að læra hlutverk sitt af varamannabekknum. 2. Roque Santa Cruz, Blackburn Santa Cruz gekk í raðir Blackburn fyrir aðeins 3,5 milljónir punda sem verður að teljast tombóluverð fyrir mann sem skilar 23 mörkum. Mark Hughes vann í lottóinu þegar hann tók sénsinn á að kaupa Paragvæmanninn frá Bayern, en honum gæti reynst erfitt að halda í hann í framtíðinni ef hann heldur áfram að skora svo grimmt. 1. Fernando Torres, Liverpool Það er ljóst að það dugir engin meðalmennska til að standa undir 26 milljón punda kaupverði, en það hefur Torres svo sannarlega gert í vetur. Kaupin þóttu áhættusöm þar sem Torres hafði enga reynslu af því að spila í úrvalsdeildinni eftir að hafa alið manninn hjá uppeldisfélagi sínu Atletico Madrid alla sína tíð. Liverpool hefur ekki staðið undir væntingum í úrvalsdeildinni í vetur, en Torres hefur heldur betur skilað sínu með 32 mörkum fyrir þá rauðu.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira