„Þegar ég dansa tekst ég á við tilfinningar mínar og get þannig tjáð mig," segir Britney Spears meðal annars í viðtali við sjónvarpsstöðina Sky1.
Sjá sjónvarpsviðtalið við Britney hér.
Kevin Federline, barnsfaðir hennar, fer með forræðið yfir drengjunum hennar, Sean Preston og Jayden James, en það hefur hann gert að fullu síðan í janúar á þessu ári þegar Britney virtist missa öll tök sínu lífi.