Innlent

Bjarni efast um krónuna

Það hefði mjög slæmar afleiðingar ef Íslendingar fengju ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann segir forsætisráðherra njóta mikils trausts en efast um að krónan lifi ástandið af.

Talið er að evran fari vel yfir 180 og haldist þar fram yfir mitt ár 2011. Verðbólga fari upp undir 30% í byrjun næsta árs, en lækki síðan hratt. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði neikvæður um og yfir 12% um mitt næsta ár og atvinnuleysi verði meira en 10% í lok árs 2009. Bjarni segist þó bjartsýnn um að lánið upp á 2 milljarða dala fáist.

Bjarni segir 18% stýrivexti hættulega heimilum og fyrirtækjum landsins og segir mikilvægt að þeir fari langt niður fyrir 10% eins fljótt og hægt er en segir þó.

,,Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á næstu mánuði," segir Bjarni.

Bjarni líkt og sífellt fleiri Sjálfstæðismenn lítur æ oftar til ESB og evrunnar.

,,Það þarf mjög mikið að koma til að krónan geti verið framtíðargjaldmiðil á Íslandi," segir Bjarni.

Þrátt fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hrapað á undanförnum mánuðum vegna ástandsins segir Bjarni Geir enn njóta mikils trausts þjóðarinnar.

Rétt eins og fjölmargir viðmælendur fréttastofu hafa bent á þá staðreynd þá að Seðlabankinn og ríkisstjórnin bera ábyrgð á því að hér sé krónan enn við lýði sem er að sliga fjölskyldur og heimili landsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×