Íslenski boltinn

Leikur Fylkis og Grindavíkur á óvenjulegum tíma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kristján Valdimarsson, leikmaður Fylkis, er fyrrum leikmaður Grindavíkur.
Kristján Valdimarsson, leikmaður Fylkis, er fyrrum leikmaður Grindavíkur.

Leikur Fylkis og Grindavíkur í Landsbankadeild karla í kvöld verður á óvenjulegum leiktíma. Leikurinn hefst klukkan 21:00 í Árbænum en það er vegna undanúrslita Evrópumótsins í fótbolta.

Bæði þessi lið hafa verið í basli það sem af er tímabili og það má því búast við baráttuleik eins og þeir gerast bestir.

Fylkismenn sitja í 9. sæti deildarinnar en liðið hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum í deildinni. Fylkir er með níu stig. Grindavík er í næstneðsta sæti en getur náð Fylki að stigum með sigri í kvöld.

Áttundu umferð deildarinnar lýkur með þessum leik í kvöld en fylgst verður með gangi mála í leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×