Fótbolti

Hvernig gat Ísland tapað 3-0 fyrir Liechtenstein?

Hangeland er gáttaður á íslenska liðinu
Hangeland er gáttaður á íslenska liðinu NordicPhotos/GettyImages

Norskir fjölmiðlar drógu upp frekar dökka mynd af jafntefli landsliðsins gegn Íslendingum í undankeppni HM á Ullevaal í gær.

Sum norsku blaðanna gengu svo langt að heimta höfuð Åge Hareide landsliðsþjálfara og þótti spilamennska norska liðsins fjarri nógu góð.

Fyrirliði norska liðsins, varnarmaðurinn Brede Hangeland, furðaði sig á íslenska liðinu í samtali við Dagbladet.

"Ég skil ekki hvernig þetta íslenska lið gat tapað 3-0 fyrir Liechtenstein fyrir svona stuttu síðan," sagði fyrirliðinn.

Blaðið náði tali af Stefáni Gíslasyni í íslenska landsliðinu og hann segir riðilinn ef til vill jafnari en fólk geri sér grein fyrir.

"Þetta er riðill þar sem allir geta unnið alla að mínu mati. Það sýndum við gegn Norðmönnum og það sýndu Makedóníumenn gegn Skotum. Norska liðið er kannski betra en okkar lið á pappírunum, en við getum unnið það á góðum degi," sagði Stefán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×