Erlent

Líklegast kosið á ný í Zimbabwe

Dagblað í eigu ríkisins í Zimbabve segir allar líkur á því að efna verði á ný til forsetakosninga í landinu þar sem hvorugur frambjóðendanna fékk meira en helming atkvæða. Stjórnarandstæðingar hafa lýst yfir sigri.

Kosningarnar fóru fram á laugardaginn var og enn hafa tölur ekki verið birtar opinberlega. Flokkur mótframbjóðanda Mugabes forseta, Morgans Tsvangirai, lýsti í dag yfir sigri í forsetakosningunum og segja að Tsvangirai hafi fengið 50,3 prósent atkvæða. 51 prósent atkvæða þarf til að hljóta útnefningu. Þeir segjast ekki mótfallnir því að efnt verði á ný til kosninga.

Talið er að Mugabe hugnist alls ekki að kjósa á ný, þar sem miklar líkur eru á því að hann tapi, því atkvæði sem þriðji frambjóðandinn fékk fari flest til Tsvangirai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×