Enski boltinn

Ronaldo bestur hjá World Soccer

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.

Tímaritið World Soccer hefur útnefnt Cristiano Ronaldo hjá Manchester United leikmann ársins. Lionel Messi hjá Barcelona varð annar og Fernando Torres hjá Liverpool þriðji.

Brasilíumaðurinn Kaka hlaut þessi verðlaun í fyrra og Fabio Cannavaro árið þar á undan.

Spænska landsliðið var valið lið ársins en það vann Evrópumótið í sumar. Manchester United sem varð Evrópu- og Englandsmeistari varð í öðru sæti. Knattspyrnustjóri United, Sir Alex Ferguson, var valinn þjálfari ársins. Lionel Messi er besti ungi leikmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×