Sá dýrasti í sögu enska boltans 7. september 2008 11:15 Robson de Souza, betur þekktur sem Robinho, varð á dögunum dýrasti leikmaður enska boltans þegar Manchester City pungaði út 32,5 milljónum punda fyrir Brasilíumanninn knáa. Hinn 24 ára gamli Robinho ólst upp í fátækrahverfinu Parque Bitaru í útjaðri Santos í Brasilíu og byrjaði snemma að spila fótbolta. Hann var aðeins níu ára gamall þegar hann sló í gegn á Futsal-móti og fór í framhaldinu að æfa með unglingaliði stórliðsins Santos, sem var þá undir stjórn goðsagnarinnar Pelé. Robinho skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Santos þegar hann var átján ára gamall og keppnistímabilið 2002-2003 lék hann 24 leiki með liðinu og skoraði níu mörk. Hann var í kjölfarið valinn í brasilíska landsliðið og hefur leikið með því allar götur síðan. Fyrir keppnistímabilið 2004-2005 var hann farinn að draga að sér mikla athygli frá stærstu félögunum í Evrópu en Santos vildi ekki selja hann. Brasilíska félagið gat þó ekki haldið aftur af stórliði Real Madrid, sem keypti hann á tæplega tuttugu milljónir punda í júlí árið 2005. Robinho skoraði átta mörk á sinni fyrstu leiktíð tímabilið 2005-6 með Real Madrid en tímabilið 2006-7 lenti hann upp á kant við knattspyrnustjórann Fabio Capello og varð að sætta sig við að sitja á varamannabekknum löngum stundum. Hann endaði þó leiktíðina vel og átti sinn þátt í að Real Madrid varð spænskur meistari. Robinho fór á kostum hjá Real Madrid tímabilið 2007-2008 undir stjórn Þjóðverjans Bernd Schuster skoraði ellefu mörk fyrir félagið, sem varði spænska titilinn eftir harða samkeppni við Villarreal og Barcelona.Ósætti við forráðamenn Real Madriddýrastur Augu margra verða á Brasilíumanninum Robinho hjá Man. City í vetur. nordic photos/getty imagesEftir tímabilið 2007-2008 varð Robinho sterklega orðaður við félagsskipti til Chelsea þar sem fyrrverandi landsliðsþjálfari hans hjá Brasilíu, Luiz Felipe Scolari, var kominn við stjórnvölinn. Robinho taldi til nokkrar ástæður fyrir því af hverju hann vildi yfirgefa herbúðir Real Madrid í nýlegu viðtali.„Forráðamenn vildu ekki halda nógu mikið í mig til þess að ég væri sannfærður um að vera áfram. Þeir reyndu meðal annars að nota mig í skiptum fyrir Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United. Þar sem þeir vildu ekki treysta á mig sá ég enga framtíð hjá félaginu. Það særði mig líka mjög mikið þegar Ramon Calderon, forseti Real Madrid, vildi ekki leyfa mér að leika á Ólympíuleikunum. Ég grét þegar hann bannaði mér það, ég grét ekki til þess að fá að fara frá félaginu," segir Robinho.Chelsea varð hins vegar að sætta sig við að missa Robinho í hendurnar á Manchester City á lokadegi félagsskiptagluggans. Robinho var gagnrýndur hvívetna fyrir að velja City og þar á meðal af brasilíska goðinu Pelé, en Robinho svaraði því fullum hálsi.„Ég tek gagnrýni Pelé að sjálfsögðu til greina þar sem hann er konungur knattspyrnunnar en ég held samt að hann myndi gera nákvæmlega það sama ef hann væri í mínum sporum. Það hjálpaði mér líka að taka ákvörðunina að ég þekki bæði Jó og Elano, leikmenn City, sem hvöttu mig eindregið til þess að ganga til liðs við félagið," segir Robinho.Það verður forvitnilegt að fylgjast með Robinho reyna að skapa sér nafn í enska boltanum en til þess þarf hann heldur betur að standa undir nafni. Sem allra dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.omar@frettabladid.is Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Robson de Souza, betur þekktur sem Robinho, varð á dögunum dýrasti leikmaður enska boltans þegar Manchester City pungaði út 32,5 milljónum punda fyrir Brasilíumanninn knáa. Hinn 24 ára gamli Robinho ólst upp í fátækrahverfinu Parque Bitaru í útjaðri Santos í Brasilíu og byrjaði snemma að spila fótbolta. Hann var aðeins níu ára gamall þegar hann sló í gegn á Futsal-móti og fór í framhaldinu að æfa með unglingaliði stórliðsins Santos, sem var þá undir stjórn goðsagnarinnar Pelé. Robinho skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Santos þegar hann var átján ára gamall og keppnistímabilið 2002-2003 lék hann 24 leiki með liðinu og skoraði níu mörk. Hann var í kjölfarið valinn í brasilíska landsliðið og hefur leikið með því allar götur síðan. Fyrir keppnistímabilið 2004-2005 var hann farinn að draga að sér mikla athygli frá stærstu félögunum í Evrópu en Santos vildi ekki selja hann. Brasilíska félagið gat þó ekki haldið aftur af stórliði Real Madrid, sem keypti hann á tæplega tuttugu milljónir punda í júlí árið 2005. Robinho skoraði átta mörk á sinni fyrstu leiktíð tímabilið 2005-6 með Real Madrid en tímabilið 2006-7 lenti hann upp á kant við knattspyrnustjórann Fabio Capello og varð að sætta sig við að sitja á varamannabekknum löngum stundum. Hann endaði þó leiktíðina vel og átti sinn þátt í að Real Madrid varð spænskur meistari. Robinho fór á kostum hjá Real Madrid tímabilið 2007-2008 undir stjórn Þjóðverjans Bernd Schuster skoraði ellefu mörk fyrir félagið, sem varði spænska titilinn eftir harða samkeppni við Villarreal og Barcelona.Ósætti við forráðamenn Real Madriddýrastur Augu margra verða á Brasilíumanninum Robinho hjá Man. City í vetur. nordic photos/getty imagesEftir tímabilið 2007-2008 varð Robinho sterklega orðaður við félagsskipti til Chelsea þar sem fyrrverandi landsliðsþjálfari hans hjá Brasilíu, Luiz Felipe Scolari, var kominn við stjórnvölinn. Robinho taldi til nokkrar ástæður fyrir því af hverju hann vildi yfirgefa herbúðir Real Madrid í nýlegu viðtali.„Forráðamenn vildu ekki halda nógu mikið í mig til þess að ég væri sannfærður um að vera áfram. Þeir reyndu meðal annars að nota mig í skiptum fyrir Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United. Þar sem þeir vildu ekki treysta á mig sá ég enga framtíð hjá félaginu. Það særði mig líka mjög mikið þegar Ramon Calderon, forseti Real Madrid, vildi ekki leyfa mér að leika á Ólympíuleikunum. Ég grét þegar hann bannaði mér það, ég grét ekki til þess að fá að fara frá félaginu," segir Robinho.Chelsea varð hins vegar að sætta sig við að missa Robinho í hendurnar á Manchester City á lokadegi félagsskiptagluggans. Robinho var gagnrýndur hvívetna fyrir að velja City og þar á meðal af brasilíska goðinu Pelé, en Robinho svaraði því fullum hálsi.„Ég tek gagnrýni Pelé að sjálfsögðu til greina þar sem hann er konungur knattspyrnunnar en ég held samt að hann myndi gera nákvæmlega það sama ef hann væri í mínum sporum. Það hjálpaði mér líka að taka ákvörðunina að ég þekki bæði Jó og Elano, leikmenn City, sem hvöttu mig eindregið til þess að ganga til liðs við félagið," segir Robinho.Það verður forvitnilegt að fylgjast með Robinho reyna að skapa sér nafn í enska boltanum en til þess þarf hann heldur betur að standa undir nafni. Sem allra dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.omar@frettabladid.is
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira