Sá dýrasti í sögu enska boltans 7. september 2008 11:15 Robson de Souza, betur þekktur sem Robinho, varð á dögunum dýrasti leikmaður enska boltans þegar Manchester City pungaði út 32,5 milljónum punda fyrir Brasilíumanninn knáa. Hinn 24 ára gamli Robinho ólst upp í fátækrahverfinu Parque Bitaru í útjaðri Santos í Brasilíu og byrjaði snemma að spila fótbolta. Hann var aðeins níu ára gamall þegar hann sló í gegn á Futsal-móti og fór í framhaldinu að æfa með unglingaliði stórliðsins Santos, sem var þá undir stjórn goðsagnarinnar Pelé. Robinho skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Santos þegar hann var átján ára gamall og keppnistímabilið 2002-2003 lék hann 24 leiki með liðinu og skoraði níu mörk. Hann var í kjölfarið valinn í brasilíska landsliðið og hefur leikið með því allar götur síðan. Fyrir keppnistímabilið 2004-2005 var hann farinn að draga að sér mikla athygli frá stærstu félögunum í Evrópu en Santos vildi ekki selja hann. Brasilíska félagið gat þó ekki haldið aftur af stórliði Real Madrid, sem keypti hann á tæplega tuttugu milljónir punda í júlí árið 2005. Robinho skoraði átta mörk á sinni fyrstu leiktíð tímabilið 2005-6 með Real Madrid en tímabilið 2006-7 lenti hann upp á kant við knattspyrnustjórann Fabio Capello og varð að sætta sig við að sitja á varamannabekknum löngum stundum. Hann endaði þó leiktíðina vel og átti sinn þátt í að Real Madrid varð spænskur meistari. Robinho fór á kostum hjá Real Madrid tímabilið 2007-2008 undir stjórn Þjóðverjans Bernd Schuster skoraði ellefu mörk fyrir félagið, sem varði spænska titilinn eftir harða samkeppni við Villarreal og Barcelona.Ósætti við forráðamenn Real Madriddýrastur Augu margra verða á Brasilíumanninum Robinho hjá Man. City í vetur. nordic photos/getty imagesEftir tímabilið 2007-2008 varð Robinho sterklega orðaður við félagsskipti til Chelsea þar sem fyrrverandi landsliðsþjálfari hans hjá Brasilíu, Luiz Felipe Scolari, var kominn við stjórnvölinn. Robinho taldi til nokkrar ástæður fyrir því af hverju hann vildi yfirgefa herbúðir Real Madrid í nýlegu viðtali.„Forráðamenn vildu ekki halda nógu mikið í mig til þess að ég væri sannfærður um að vera áfram. Þeir reyndu meðal annars að nota mig í skiptum fyrir Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United. Þar sem þeir vildu ekki treysta á mig sá ég enga framtíð hjá félaginu. Það særði mig líka mjög mikið þegar Ramon Calderon, forseti Real Madrid, vildi ekki leyfa mér að leika á Ólympíuleikunum. Ég grét þegar hann bannaði mér það, ég grét ekki til þess að fá að fara frá félaginu," segir Robinho.Chelsea varð hins vegar að sætta sig við að missa Robinho í hendurnar á Manchester City á lokadegi félagsskiptagluggans. Robinho var gagnrýndur hvívetna fyrir að velja City og þar á meðal af brasilíska goðinu Pelé, en Robinho svaraði því fullum hálsi.„Ég tek gagnrýni Pelé að sjálfsögðu til greina þar sem hann er konungur knattspyrnunnar en ég held samt að hann myndi gera nákvæmlega það sama ef hann væri í mínum sporum. Það hjálpaði mér líka að taka ákvörðunina að ég þekki bæði Jó og Elano, leikmenn City, sem hvöttu mig eindregið til þess að ganga til liðs við félagið," segir Robinho.Það verður forvitnilegt að fylgjast með Robinho reyna að skapa sér nafn í enska boltanum en til þess þarf hann heldur betur að standa undir nafni. Sem allra dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.omar@frettabladid.is Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Robson de Souza, betur þekktur sem Robinho, varð á dögunum dýrasti leikmaður enska boltans þegar Manchester City pungaði út 32,5 milljónum punda fyrir Brasilíumanninn knáa. Hinn 24 ára gamli Robinho ólst upp í fátækrahverfinu Parque Bitaru í útjaðri Santos í Brasilíu og byrjaði snemma að spila fótbolta. Hann var aðeins níu ára gamall þegar hann sló í gegn á Futsal-móti og fór í framhaldinu að æfa með unglingaliði stórliðsins Santos, sem var þá undir stjórn goðsagnarinnar Pelé. Robinho skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Santos þegar hann var átján ára gamall og keppnistímabilið 2002-2003 lék hann 24 leiki með liðinu og skoraði níu mörk. Hann var í kjölfarið valinn í brasilíska landsliðið og hefur leikið með því allar götur síðan. Fyrir keppnistímabilið 2004-2005 var hann farinn að draga að sér mikla athygli frá stærstu félögunum í Evrópu en Santos vildi ekki selja hann. Brasilíska félagið gat þó ekki haldið aftur af stórliði Real Madrid, sem keypti hann á tæplega tuttugu milljónir punda í júlí árið 2005. Robinho skoraði átta mörk á sinni fyrstu leiktíð tímabilið 2005-6 með Real Madrid en tímabilið 2006-7 lenti hann upp á kant við knattspyrnustjórann Fabio Capello og varð að sætta sig við að sitja á varamannabekknum löngum stundum. Hann endaði þó leiktíðina vel og átti sinn þátt í að Real Madrid varð spænskur meistari. Robinho fór á kostum hjá Real Madrid tímabilið 2007-2008 undir stjórn Þjóðverjans Bernd Schuster skoraði ellefu mörk fyrir félagið, sem varði spænska titilinn eftir harða samkeppni við Villarreal og Barcelona.Ósætti við forráðamenn Real Madriddýrastur Augu margra verða á Brasilíumanninum Robinho hjá Man. City í vetur. nordic photos/getty imagesEftir tímabilið 2007-2008 varð Robinho sterklega orðaður við félagsskipti til Chelsea þar sem fyrrverandi landsliðsþjálfari hans hjá Brasilíu, Luiz Felipe Scolari, var kominn við stjórnvölinn. Robinho taldi til nokkrar ástæður fyrir því af hverju hann vildi yfirgefa herbúðir Real Madrid í nýlegu viðtali.„Forráðamenn vildu ekki halda nógu mikið í mig til þess að ég væri sannfærður um að vera áfram. Þeir reyndu meðal annars að nota mig í skiptum fyrir Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United. Þar sem þeir vildu ekki treysta á mig sá ég enga framtíð hjá félaginu. Það særði mig líka mjög mikið þegar Ramon Calderon, forseti Real Madrid, vildi ekki leyfa mér að leika á Ólympíuleikunum. Ég grét þegar hann bannaði mér það, ég grét ekki til þess að fá að fara frá félaginu," segir Robinho.Chelsea varð hins vegar að sætta sig við að missa Robinho í hendurnar á Manchester City á lokadegi félagsskiptagluggans. Robinho var gagnrýndur hvívetna fyrir að velja City og þar á meðal af brasilíska goðinu Pelé, en Robinho svaraði því fullum hálsi.„Ég tek gagnrýni Pelé að sjálfsögðu til greina þar sem hann er konungur knattspyrnunnar en ég held samt að hann myndi gera nákvæmlega það sama ef hann væri í mínum sporum. Það hjálpaði mér líka að taka ákvörðunina að ég þekki bæði Jó og Elano, leikmenn City, sem hvöttu mig eindregið til þess að ganga til liðs við félagið," segir Robinho.Það verður forvitnilegt að fylgjast með Robinho reyna að skapa sér nafn í enska boltanum en til þess þarf hann heldur betur að standa undir nafni. Sem allra dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.omar@frettabladid.is
Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira