Fótbolti

Takk kærlega fyrir, Hareide

Ómar Þorgeirsson skrifar
Veigar þakkaði Hareide kærlega fyrir skiptinguna
Veigar þakkaði Hareide kærlega fyrir skiptinguna NordicPhotos/GettyImages
Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson segir norska landsliðsþjálfarann hafa gert afdrifarík mistök þegar hann skipti John Carew af velli á 65. mínútu leiksins á Ullevaal-leikvanginum í gærkvöld.

"John Carew var búinn að valda hve mestum usla í vörn okkar í leiknum. Það var því kærkomið fyrir okkur þegar Hareide ákvað að skipta honum útaf," segir Veigar Páll í viðtali við Dagbladet.

Hareide varði ákvörðun sína að skipta Carew af velli í viðtali við sama dagblað.

"Íslendingar voru að sækja mikið upp hægra megin í stöðunni 2-1 og ég taldi að Morten Gamst Pedersen gæti varist því betur en Carew. Þegar Ísland jafnar kemur svo upp önnur staða og þá gat ég vitanlega ekkert skipt Carew aftur inn á, þótt ég hefði ef til vill kosið að gera það," segir Hareide. - óþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×