Fótbolti

Heiðar Helguson: Alvöru karakter

Ómar Þorgeirsson skrifar
Heiðar fagnar marki sínu í gær
Heiðar fagnar marki sínu í gær MYND/SCANPICS

Heiðar Helguson var ekki lengi að finna mark andstæðinganna eftir rúmlega tveggja ára fjarveru frá landsliðinu.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur í landsliðið. Við sýndum alvöru karakter í leiknum en hann hefur svo sem alltaf verið til staðar í hópnum og liðinu en við höfum ekki alltaf verið að sýna hann inni á vellinum. Við gerðum það núna og getum byggt á því," segir Heiðar sem varar þó við því að menn tapi sér í gleðinni strax.

„Við verðum náttúrulega að sýna áfram leik af þessu tagi og byggja á þessum leik. Því ef við náum ekki að halda áfram á sömu braut gegn Skotum, þá hefur þetta jafntefli gegn Norðmönnum litla merkingu," segir Heiðar. - óþ










Fleiri fréttir

Sjá meira


×