Allt um leiki dagsins: Mikilvægur sigur Bolton Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2008 15:59 Gavin McCann og Kevin Nolan fagna marki þess fyrrnefnda í dag. Nordic Photos / Getty Images Bolton náði að lyfta sér úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni þökk sé gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri á Middlesbrough í dag. Gavin McCann skoraði sigurmark leiksins á 60. mínútu en Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn í liði Bolton. Heiðar Helguson var hins vegar ekki í hópnum. Fulham virðist nú dauðadæmt til að falla en liðið tapaði 2-0 fyrir Liverpool á heimavelli í dag þó svo að margir sterkustu leikmanna Liverpool höfðu hvílt í leiknum. Þá gerðu Wigan og Tottenham 1-1 jafntefli og West Ham vann nauman 2-1 sigur á Derby sem er löngu fallið eins og flestir vita. Middlesbrough - Bolton 0-1 0-1 Gavin McCann (60.) Kevin Davies á við meiðsli að stríða og tekur þar að auki út bann í leiknum og tók Grzegorz Rasiak stöðu hans í liði Bolton. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi liðsins. Mark Schwarzer lék ekki í marki Boro í dag og tók Ross Turnball stöðu hans. Boro komst tvívegis nærri því að skora á upphafsmínútunum en í bæði skiptin var Ali Al Habsi, markvörður Bolton, einkar vel á verði. Bolton komst svo nálægt því að skora fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks er Rasiak átti skalla í slá eftir hornspyrnu. Stuttu síðar átti Matt Taylor skot í stöng. En svo fór að boltinn fór loksins inn og voru gestirnir þar að verki. Gary Cahill átti skalla eftir hornspyrnu sem Ross Turnbull varði en Gavin McCann náði frákastinu og skilaði knettinum í netið. Einar mikilvægur sigur Bolton staðreynd og er liðið nú komið upp úr fallsæti á kostnað Birmingham sem á þó leik til góða. Middlesbrough er ekki nema fjórum stigum á undan Bolton en er þó í fjórtánda sæti. Peter Crouch skorar síðara mark Liverpool í dag.Nordic Photos / Getty ImagesFulham - Liverpool 0-20-1 Jermaine Pennant (17.) 0-2 Peter Crouch (70.) Steven Gerrard og Ryan Babel voru ekki í leikmannahópi Liverpool í dag og þeir Fernando Torres og Jamie Carragher sátu á varamannabekk liðsins. John Arne Riise og Jermaine Pennant voru í byrjunarliðinu sem og þeir Andriy Voronin og Peter Crouch. Hjá Fulham var liðið óbreytt frá því að það vann Reading um síðustu helgi. Leikurinn fór heldur rólega af stað en þá tók Pennant til sinna mála. Hann fékk sendingu frá Lucas Leiva og náði að þruma knettinum í efra markhornið nær. Keller kom engum vörnum við. Riise komst svo nálægt því að bæta við öðru marki en Paul Staltieri náði að bjarga nánast á marklínu. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum og Crouch innsiglaði sigurinn með marki í síðari hálfleik. Pennant átti sendinguna og Crouch kláraði færið með laglegu skoti. Þetta reyndist niðurstaðan og staða Fulham orðin ansi slæm. Fátt virðist geta bjargað liðinu frá falli. Emile Heskey og Marcus Bent fagna marki þess fyrrnefnda í dag.Nordic Photos / Getty ImagesWigan - Tottenham 1-10-1 Dimitar Berbatov (6.) 1-1 Emile Heskey (12.) Tom Huddlestone og Jamie O'Hara tóku stöður Jonathan woodgate og Pascal Chimbonda í byrjunarliði Tottenham en þeir síðarnefndu eru meiddir. Steve Bruce, stjóri Wigan, gerði eina breytingu á liðinu sem gerði 1-1 jafntefli vði Chelsea en Michael Brown kom inn á miðju liðsins í stað Josip Skoko. Huddlestone var ekki lengi að þakka fyrir sig og lagði upp mark fyrir Tottenham strax í upphafi leiks. Aaron Lennon náði fyrirgjöfinni en boltinn fór af Paul Scharner og beint fyrir fætur Dimitar Berbatov sem þrumaði knettinum í netið af stuttu færi. En heimamenn voru heldur ekki lengi að svara. Fyrirgjöf kom frá vinstri og hafði Emile Heskey nægan tíma til að taka við boltanum, snúa og skila knettinum í netið. Í seinni hálfleik komst Marcus Bent nálægt því að skora fyrir Wigan. Hann fékk fína sendingu frá Wilson Palacios og skaut hörkuskoti í slána á marki Tottenham. En allt kom fyrir ekki og urðu bæði lið að sætta sig við skiptan hlut. Bæði lið sigla nokkuð lygnan sjó um miðjan deild þó svo að Wigan sé nú ekki formlega sloppið við fall. Markaskorarinn Tyrone Mears og hinn ungi Freddie Sears.Nordic Photos / Getty ImagesWest Ham - Derby 2-11-0 Bobby Zamora (20.) 1-1 Tyrone Mears (65.) 2-1 Carlton Cole (77.) Sjö breytingar voru gerðar á byrjunarliði West Ham en Freddie Sears var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á ferlinum og James Tomkins í fyrsta sinn á heimavelli. Lucas Neill, John Pantsil, Mark Noble, Julien Faubert og Freddie Ljungberg voru einnig í byrjunarliðinu. Mile Sterjovski var í byrjunarliði Derby í stað Emanuel Villa og þá var Dean Leacock í vörninni á kostnað Darren Moore. Bobby Zamora kom West Ham yfir snemma leiks með skalla af stuttu færi. Zamora kom svo knettinum öðru sinni í netið skömmu síðar en markið var dæmt af. Derby kom svo flestum að óvörum þegar liðið náði að jafna metin um miðjan síðari hálfleik. Hossam Ghaly átti sendingu inn fyrir vörn West Ham á Tyrone Mears sem afgreiddi knöttinn örugglega í netið. Þó svo að West Ham hafi að litlu að keppa í deildinni væri það heldur slæmt fyrir liðið að vinna ekki eitt slakasta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á heimavelli. Svo fór að Carlton Cole bjargaði heimamönnum með síðbúnu marki. Mark Noble gaf stungusendingu á Ljungberg sem átti sendinguna fyrir mark Derby. Cole skoraði örugglega. Blessunarlega fyrir heimamenn reyndist þetta lokamark leiksins. Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Bolton náði að lyfta sér úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni þökk sé gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri á Middlesbrough í dag. Gavin McCann skoraði sigurmark leiksins á 60. mínútu en Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn í liði Bolton. Heiðar Helguson var hins vegar ekki í hópnum. Fulham virðist nú dauðadæmt til að falla en liðið tapaði 2-0 fyrir Liverpool á heimavelli í dag þó svo að margir sterkustu leikmanna Liverpool höfðu hvílt í leiknum. Þá gerðu Wigan og Tottenham 1-1 jafntefli og West Ham vann nauman 2-1 sigur á Derby sem er löngu fallið eins og flestir vita. Middlesbrough - Bolton 0-1 0-1 Gavin McCann (60.) Kevin Davies á við meiðsli að stríða og tekur þar að auki út bann í leiknum og tók Grzegorz Rasiak stöðu hans í liði Bolton. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi liðsins. Mark Schwarzer lék ekki í marki Boro í dag og tók Ross Turnball stöðu hans. Boro komst tvívegis nærri því að skora á upphafsmínútunum en í bæði skiptin var Ali Al Habsi, markvörður Bolton, einkar vel á verði. Bolton komst svo nálægt því að skora fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks er Rasiak átti skalla í slá eftir hornspyrnu. Stuttu síðar átti Matt Taylor skot í stöng. En svo fór að boltinn fór loksins inn og voru gestirnir þar að verki. Gary Cahill átti skalla eftir hornspyrnu sem Ross Turnbull varði en Gavin McCann náði frákastinu og skilaði knettinum í netið. Einar mikilvægur sigur Bolton staðreynd og er liðið nú komið upp úr fallsæti á kostnað Birmingham sem á þó leik til góða. Middlesbrough er ekki nema fjórum stigum á undan Bolton en er þó í fjórtánda sæti. Peter Crouch skorar síðara mark Liverpool í dag.Nordic Photos / Getty ImagesFulham - Liverpool 0-20-1 Jermaine Pennant (17.) 0-2 Peter Crouch (70.) Steven Gerrard og Ryan Babel voru ekki í leikmannahópi Liverpool í dag og þeir Fernando Torres og Jamie Carragher sátu á varamannabekk liðsins. John Arne Riise og Jermaine Pennant voru í byrjunarliðinu sem og þeir Andriy Voronin og Peter Crouch. Hjá Fulham var liðið óbreytt frá því að það vann Reading um síðustu helgi. Leikurinn fór heldur rólega af stað en þá tók Pennant til sinna mála. Hann fékk sendingu frá Lucas Leiva og náði að þruma knettinum í efra markhornið nær. Keller kom engum vörnum við. Riise komst svo nálægt því að bæta við öðru marki en Paul Staltieri náði að bjarga nánast á marklínu. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum og Crouch innsiglaði sigurinn með marki í síðari hálfleik. Pennant átti sendinguna og Crouch kláraði færið með laglegu skoti. Þetta reyndist niðurstaðan og staða Fulham orðin ansi slæm. Fátt virðist geta bjargað liðinu frá falli. Emile Heskey og Marcus Bent fagna marki þess fyrrnefnda í dag.Nordic Photos / Getty ImagesWigan - Tottenham 1-10-1 Dimitar Berbatov (6.) 1-1 Emile Heskey (12.) Tom Huddlestone og Jamie O'Hara tóku stöður Jonathan woodgate og Pascal Chimbonda í byrjunarliði Tottenham en þeir síðarnefndu eru meiddir. Steve Bruce, stjóri Wigan, gerði eina breytingu á liðinu sem gerði 1-1 jafntefli vði Chelsea en Michael Brown kom inn á miðju liðsins í stað Josip Skoko. Huddlestone var ekki lengi að þakka fyrir sig og lagði upp mark fyrir Tottenham strax í upphafi leiks. Aaron Lennon náði fyrirgjöfinni en boltinn fór af Paul Scharner og beint fyrir fætur Dimitar Berbatov sem þrumaði knettinum í netið af stuttu færi. En heimamenn voru heldur ekki lengi að svara. Fyrirgjöf kom frá vinstri og hafði Emile Heskey nægan tíma til að taka við boltanum, snúa og skila knettinum í netið. Í seinni hálfleik komst Marcus Bent nálægt því að skora fyrir Wigan. Hann fékk fína sendingu frá Wilson Palacios og skaut hörkuskoti í slána á marki Tottenham. En allt kom fyrir ekki og urðu bæði lið að sætta sig við skiptan hlut. Bæði lið sigla nokkuð lygnan sjó um miðjan deild þó svo að Wigan sé nú ekki formlega sloppið við fall. Markaskorarinn Tyrone Mears og hinn ungi Freddie Sears.Nordic Photos / Getty ImagesWest Ham - Derby 2-11-0 Bobby Zamora (20.) 1-1 Tyrone Mears (65.) 2-1 Carlton Cole (77.) Sjö breytingar voru gerðar á byrjunarliði West Ham en Freddie Sears var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á ferlinum og James Tomkins í fyrsta sinn á heimavelli. Lucas Neill, John Pantsil, Mark Noble, Julien Faubert og Freddie Ljungberg voru einnig í byrjunarliðinu. Mile Sterjovski var í byrjunarliði Derby í stað Emanuel Villa og þá var Dean Leacock í vörninni á kostnað Darren Moore. Bobby Zamora kom West Ham yfir snemma leiks með skalla af stuttu færi. Zamora kom svo knettinum öðru sinni í netið skömmu síðar en markið var dæmt af. Derby kom svo flestum að óvörum þegar liðið náði að jafna metin um miðjan síðari hálfleik. Hossam Ghaly átti sendingu inn fyrir vörn West Ham á Tyrone Mears sem afgreiddi knöttinn örugglega í netið. Þó svo að West Ham hafi að litlu að keppa í deildinni væri það heldur slæmt fyrir liðið að vinna ekki eitt slakasta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á heimavelli. Svo fór að Carlton Cole bjargaði heimamönnum með síðbúnu marki. Mark Noble gaf stungusendingu á Ljungberg sem átti sendinguna fyrir mark Derby. Cole skoraði örugglega. Blessunarlega fyrir heimamenn reyndist þetta lokamark leiksins.
Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira