Enski boltinn

Fabregas vill vera áfram hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabregas fagnar marki með Arsenal á leiktíðinni.
Fabregas fagnar marki með Arsenal á leiktíðinni. Nordic Photos / Getty Images

Cesc Fabregas sagði eftir sigurinn á Reading í dag að hann vonaðist til að framtíð hans væri hjá Arsenal.

„Framtíðin mín? Ég vona virkilega að hún tilheyri Arsenal," sagði Fabregas. Hann gat þó ekki leynt vonbrigðum sínum með örlög Arsenal í úrvalsdeildinni sem og Meistaradeild Evrópu.

„Þessi sigur var mikilvægur upp á stoltið að gera," sagði hann. „Sömuleiðis fyrir stuðningsmennina. Við urðum öll fyrir vonbrigðum með hvernig tímabilið fór hjá okkur. Ég held að við stóðum okkur ágætlega en endirinn var slæmur."

„Við þurftum á frammistöðu eins og þessari til að reyna að klára tímabilið eins vel og við getum. Við viljum ekki bara segja að þetta gangi betur á næsta ári. Það væru mistök að gera það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×