Enski boltinn

Kanu í vandræðum með skattinn

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Kanu hjá Portsmouth er í fjármálavandræðum ef marka má frétt í The Sun í dag þar sem segir að þrír af bílum hans hafi verið settir á uppboð vegna skattaskulda.

Þetta voru tveir Audi bílar og einn Mercedes og The Sun segir að hann gæti bæði misst Ferrari bíl sem hann á og í versta falli húsið sitt ef hann getur ekki staðið við skuldbindingar sínar við skattinn.

Lögmaður Kanu segir hinsvegar að verið sé að kippa málunum í lið og segir samninga liggja fyrir við bankann sem komi í veg fyrir frekari innheimtuaðgerðir á hendur Nígeríumannsins.

Kanu er með um 6,5 milljónir króna í vikulaun hjá Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×