Enski boltinn

Usmanov ætlar að halda að sér höndum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alisher Usmanov, lengst til hægri.
Alisher Usmanov, lengst til hægri. Nordic Photos / AFP

Rússneski auðkýfingurinn Alisher Usmanov segir að hann hafi engar áætlanir um að gera yfirtökutilboð í Arsenal á næstu sex mánuðum.

Eignarhaldsfélag sem er að hluta í eigu Usmanov á 24 prósenta hlut í Arsenal en ef hlutur félagsins stækkar í 30 prósent er því skylt að gera yfirtökutilboð í hina hlutina.

Yfirlýst takmark eignarhaldsfélagsins, Red and White Holdings, er að eignast fjórðungshlut í félaginu.

Usmanov keypti sinn fyrsta hlut í Arsenal í ágúst á síðasta ári er hann borgaði David Dein, fyrrum varaformanni stjórnar Arsenal, 75 milljónir punda fyrir 14,65 prósenta hlut hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×