Erlent

Hrotur eru grennandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hrotur. Kannski pirrandi en grennandi um leið.
Hrotur. Kannski pirrandi en grennandi um leið. MYND/Dailymail

Þeir sem hrjóta brenna mun fleiri hitaeiningum en þeir sem gera það ekki, jafnt í svefni sem vöku. Þetta fundu vísindamenn við Kaliforníuháskóla út með því að rannsaka efnaskipti 212 sjúklinga sem þjáðust af kæfisvefni.

Niðurstöðurnar eru ótvíræðar, þeir sem voru hvað verst haldnir af kæfisvefni brenndu að meðaltali um 2.000 hitaeiningum á meðan þeir sváfu en þeir sem sjaldnar hrjóta og með minni látum brenndu ekki nema að meðaltali rúmum 1.600 hiteiningum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×