Enski boltinn

Jewell ætlar beint upp aftur með Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Jewell, stjóri Derby.
Paul Jewell, stjóri Derby. Nordic Photos / Getty Images

Paul Jewell hefur lofað því að hann ætli sér beinustu leið aftur upp í ensku úrvalsdeildina með Derby.

Derby er þegar fallið úr ensku úrvalsdeildinni og hefur liðinu gengið vægast sagt skelfilega á leiktíðinni.

„Ég lofa því að endurgjalda sársaukann sem við erum að upplifa nú með því að fara beint aftur upp næsta tímabil. Ég hef stýrt liði í B-deildinni í fjögur tímabil og tvívegis komist upp í úrvalsdeildina og einu sinni lent í sjöunda sæti. Ég er því afar viss um að við munum fara aftur upp."

Jewell stýrði Bradford í ensku úrvalsdeildlina árið 1998 og endurtók svo leikinn með Wigan árið 2005.

„Ég ætla ekki að fela mig á bak við neitt, úrslitin hafa verið hræðileg síðan ég tók við liðinu. Ég vil ekki skella skuldinni á neinn annan en þetta tímabil er búið hvað okkur varðar. Við erum bara að horfa til næsta árs."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×