Enski boltinn

Everton í fjórða sætið

Nordic Photos / Getty Images

Everton lagði Wigan 2-1 á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og náði fyrir vikið fjórða sætinu í deildinni.

Everton náði forystu í fyrri hálfleik eftir skelfileg varnarmistök varnarmannsins Titus Bramble sem færði Andrew Johnson mark á silfurfati. Varnarmaðurinn Joleon Lescott bætti svo við enn einu markinu sínu fyrir Everton þegar hann potaði boltanum yfir línuna skömmu fyrir hlé. Wigan minnkaði reyndar muninn þegar Jason Koumas skoraði sjálfsmark í seinni hálfleik.

Everton komst með sigrinum upp fyrir granna sína í Liverpool, sem eiga inni leik gegn Aston Villa annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×