Frumvarp um greiðslujöfnun samþykkt samdægurs 18. nóvember 2008 12:33 Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga var samþykkt á Alþingi í gær sama dag og það var lagt fram. Í tilkynningu um málið segir að viðskiptavinir allra viðurkenndra lánastofnana sem eru með verðtryggð fasteignalán geta óskað eftir greiðslujöfnun lána sinna ef þeir telja það henta aðstæðum sínum. Umsókn um slíka breytingu skal koma á framfæri við viðkomandi lánastofnun og verður hún fólki að kostnaðarlausu. Greiðslujöfnun felur á engan hátt í sér eftirgjöf á skuldum heldur er í raun um frestun á hluta afborgana að ræða. Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur vaxið ört að undanförnu vegna mikillar verðbólgu, samhliða því að kaupmáttur fólks hefur rýrnað. Greiðslujöfnun er leið fyrir lántakendur til þess að brúa þetta erfiða tímabil með því að létta greiðslubyrðina tímabundið meðan niðursveiflan gengur yfir. Til lengri tíma litið leiðir greiðslujöfnun til aukins kostnaðar í formi vaxta og verðbóta á upphæðina sem frestast og því er ekki sjálfgefið að fólk kjósi eða hafi hag af greiðslujöfnun. Hver og einn þarf að skoða þetta í ljósi aðstæðna sinna og taka ákvörðun í samræmi við það. Lántakendur geta sagt sig frá greiðslujöfnun síðar á lánstímanum ef aðstæður þeirra breytast til betri vegar. Ekki er unnt að segja nákvæmlega fyrir um áhrif greiðslujöfnunar til lækkunar á greiðslubyrði lána í desember þar sem útreikningarnir byggja á spám. Þó er reiknað með að afborganir af lánum í desember verði að minnsta kosti 6% lægri hjá þeim sem velja greiðslujöfnun, en ella hefði orðið. Í febrúar er reiknað með að afborganir lána hjá þeim sem nýta sér greiðslujöfnun verði um 11% lægri en hjá þeim sem ekki fara þessa leið. Miðað við efnahagsspá Seðlabankans er áætlað að í lok næsta árs verði greiðslubyrði þessara lána um 17% lægri en hún yrði án greiðslujöfnunar. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga var samþykkt á Alþingi í gær sama dag og það var lagt fram. Í tilkynningu um málið segir að viðskiptavinir allra viðurkenndra lánastofnana sem eru með verðtryggð fasteignalán geta óskað eftir greiðslujöfnun lána sinna ef þeir telja það henta aðstæðum sínum. Umsókn um slíka breytingu skal koma á framfæri við viðkomandi lánastofnun og verður hún fólki að kostnaðarlausu. Greiðslujöfnun felur á engan hátt í sér eftirgjöf á skuldum heldur er í raun um frestun á hluta afborgana að ræða. Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur vaxið ört að undanförnu vegna mikillar verðbólgu, samhliða því að kaupmáttur fólks hefur rýrnað. Greiðslujöfnun er leið fyrir lántakendur til þess að brúa þetta erfiða tímabil með því að létta greiðslubyrðina tímabundið meðan niðursveiflan gengur yfir. Til lengri tíma litið leiðir greiðslujöfnun til aukins kostnaðar í formi vaxta og verðbóta á upphæðina sem frestast og því er ekki sjálfgefið að fólk kjósi eða hafi hag af greiðslujöfnun. Hver og einn þarf að skoða þetta í ljósi aðstæðna sinna og taka ákvörðun í samræmi við það. Lántakendur geta sagt sig frá greiðslujöfnun síðar á lánstímanum ef aðstæður þeirra breytast til betri vegar. Ekki er unnt að segja nákvæmlega fyrir um áhrif greiðslujöfnunar til lækkunar á greiðslubyrði lána í desember þar sem útreikningarnir byggja á spám. Þó er reiknað með að afborganir af lánum í desember verði að minnsta kosti 6% lægri hjá þeim sem velja greiðslujöfnun, en ella hefði orðið. Í febrúar er reiknað með að afborganir lána hjá þeim sem nýta sér greiðslujöfnun verði um 11% lægri en hjá þeim sem ekki fara þessa leið. Miðað við efnahagsspá Seðlabankans er áætlað að í lok næsta árs verði greiðslubyrði þessara lána um 17% lægri en hún yrði án greiðslujöfnunar.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira